Úrval - 01.06.1970, Page 35
ÞEGAR TVÖ SKÁLD ELSKAST
33
skyldi sýna henni slíkt ástleysi.
Hún sat því kyrr heima.
Browning lagði enn harðar að
henni, er hausta tók, og lýsti yfir
því, að hjónabandið mundi veita
honum sælu. Hún sagðist enn á ný
ekki vilja þiggja þessa „fórn“ hans.
Hún sagði, að hann væri frjáls og
ætti því að vera í utanlandsferð.
Hann svaraði um hæl og jós enn
yfir hana ástarorðum:
„Ég elska þig, vegna þess að ég
elska þig. Ég hitti þig „einu sinni í
viku“, vegna þess að ég get ekki
verið samvistum við þig állan dag-
inn. Ég hugsa um þig allan daginn,
vegna þess að ég gæti vissulega
ekki hugsað um þig einni stundu
skemur, þótt ég reyndi það eða
færi til Pisa eða „utan“ (í fyllsta
skilningi þess orðs) til þess að
„verða sæll“. Það er eins og þú
álítir, að þú hafir á einhvern hátt
komið í veg fyrir, að ég megi „vera
sæll“. Ástandið breyttist ekkert all-
an þennan vetur allt fram á vorið.
Hún hélt bara kyrru fyrir í her-
bergi sínu allan þennan kalda og
raka vetur. Beiskja hennar í garð
föðurins óx, og jafnframt því óx
ást hennar til Brownings. Nú var
hún farin að skrifa honum raun-
veruleg ástarbréf. Nú kallaði hún
hann sinn „ástkærasta að eilífu“.
Svo rann upp 20. maí, en þá var
liðið nákvæmlega ár frá þriðjudeg-
inum, er þau höfðu fyfrst hitzt.
Þessi dagur snart þau djúpt. Hann
skrifaði henni ástarbréf og sagðist
kyssa fætur sinnar ástkæru „Ba“,
en undir því gælunafni gekk hún í
fjölskyldu sinni, og hafði Brown-
f----------------------------S
UM KONUR
• Hár konunnar er langt,
en tunga hennar er lengri.
Rússneskur málsháttur.
rs r-*
• Hlustaðu á konuna, en
trúðu aðeins einu orði af
hundrað.
Tyrkneskur málsháttur.
r-~>
• Með tunguna eina að
vopni geta konur lagt að velli
hina herskáustu menn.
ítalskur malsháttur.
• Kvennaráð eru góð — sjö-
unda hvert ár.
Þýzkur málsháttur.
• Enginn spegill hefur
nokkru sinni sýnt ásjónu ó-
fríðrar konu.
Franskur málsháttur.
• Konur eru djöflar, sem
leiða okkur til helvítis —
gegnum dyr paradísar.
Indverskur málsháttur.
r-> r—J
• Konur bíða eftir að vera
sigraðar.
Enskur málsháttur.
s.________________________________>