Úrval - 01.06.1970, Blaðsíða 37

Úrval - 01.06.1970, Blaðsíða 37
ÞEGAR TVÖ SKÁLD ELSKAST 35 Browning hennar. Er þau gengu um úti fyrir og leituðu að leiguvagni, lá við, að það liði yfir Elísabeti. Þó jafnaði hún sig eftir svolitla stund. Ungfrú Wilson og frænka Brown- ings voru svaramenn. Það er hægt að geta sér til um tilfinningar Elísa- betar við þetta tækifæri. Síðar lýsti hún því yfir, að engin kona, sem staðið hefði í hennar fótsporum, hefði líklega haft eins góða ástæðu og hún til þess að bera skilyrðis- laust traust og ást til mannsins, sem hún gekk að eiga! Hún sendi síðan ungfrú Wilson heim í Wimpolestræti, svo að henn- ar yrði ekki saknað of lengi. Síðan fór hún heim til Boyds, blinda kennarans síns. En hún hafði ein- mitt sagzt ætla að fara út til þess að heimsækja hann. Og síðan sneri hún aftur heim til fjölskyldunnar með leyndarmál sitt. Barrettfjölskyldan átti að halda burt annan næsta mánudag þar á eftir rúmri viku síðar. Þau Robert og Elísabet ákváðu að strjúka burt laugardaginn áður. Síðustu bréfin, sem þau áttu eft- ir að skrifa hvort öðru, fjölluðu um ýmislegt viðvíkjandi ferðalaginu. Upp frá því skildu þau aldrei. Ro- bert skrifaði henni, hvar hún ætti að hitta hann. Og síðast í bréfinu sagði hann, að hún ætti „að treysta sér“. í svari sinu bað Elísabet hann um að „biðja fyrir sér og elska sig“. Þau áttu fimmtán ár saman. Þau fóru suður til Ítalíu og bjuggu þar mestallan þennan tíma, ortu og nutu ástar sinnar. Þau eignuðust son. Elísabet lifði í rauninni fyrir hjónaband sitt. Það hélt raunveru- lega í henni lífinu. En öðru hverju veiktist hún samt. Þau voru óum- ræðilega hamingjusöm. Þeim tæmd- ist arfur. Hróður þeirra og viður- kenning á sviði bókmennta óx enn, og þau nutu velsældar og virðing- ar. Hún fékk bronkítiskast í júní ár- ið 1861, þegar þau voru stödd í Flórens, borginni, sem þau elskuðu bæði svo heitt. Hún áleit það ekki vera alvarlegt. Þau ræddu um sum- arið og hvað þau ætluðu þá að gera. Hún varð máttfarnari um nóttina, og hann sendi eftir lækninum klukkan fjögur að morgni. Brown- ing lýsti þessari dapurlegu stundu síðar með þessum orðum: „Svo tjáði hún mér ást sína með svo unaðslegum orðum, sem ég mun ætíð geyma, þangað til ég sé hana að nýju og jafnvel lengur. Hún brosti stöðugt, sæl á svipinn. And- lit hennar var sem andlit ungrar stúlku. Og að nokkrum mínútum liðnum dó hún í örmum mér, hvíl- andi höfuðið við háls mér.“ Frægð Brownings hélt áfram að vaxa þau æviár, sem hann átti eftir ólifuð. Hann hélt áfram að yrkja ljóð. Allt, sem hann orti, var þrungið tærri, ástríðuþrunginni fegurð, fegurð, sem hann skynjaði á svo næman og algeran hátt fyrir tilstilli þeirrar heitu ástar og ham- ingju, sem hafði tengt tvö mikil ljóðskáld sem eiginmann og eigin- konu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.