Úrval - 01.06.1970, Side 44
42
ÚRVAL
meðaltali. Þriðja árið var talan
komin niður í 10 á dag. Eftir fimm
ár og upp frá því voru kossarnir
aðeins tveir á dag: hinn venjulegi
koss á morgnana og svo koss til
þess að bjóða góða nótt.
Bandaríski kynferðissérfræðing-
urinn Alfred C. Kinsey hefur held-
ur betur rannsakað kossinn. Hann
hefur meðal annars fullyrt í einu
af ritum sínum, að 40% af stúlkum
yngri en 15 ára í Bandaríkjunum
„séu ekki lengur ókysstar“ eins og
kallað er. Mæður þeirra og ömmur
voru hins vegar orðnar 18 ára og
eldri, þegar þær kynntust því fyrst,
hvað koss var. Dr. Kinsey fullyrðir
að stúlkur nú á dögum kyssi oftar
og meir en stúlkur gerðu fyrir 30
árum síðan. Hann segir ennfrem-
ur, að kossinn sé margri nútíma-
stúlku vörn gegn nánari ástarsam-
bandi. „Kossinn er oft eins konar
eldingavari í óveðri æskuástarinn-
ar,“ segir doktorinn.
Þannig mætti endalaust ræða
fram og aftur um kossa, en við
skulum láta hér staðar numið og
ljúka þessu kossahjali með ofur-
lítilli kossavísu eftir Erlu:
Virðingin kyssir ennið á.
Auðmýktin hönd að vörum brá.
Aðdáun vanga velur sér.
Vináttan kyssir hvar sem er.
Ástin er frekast að því kunn
að hún vill kyssa beint á munn.
Við vorum farþegar i cinum af þessum leigubílum, sem hafa glerrúðu
á milli fram- og aftursætana. Bílstjórinn gat aðeins heyrt fyrirmæli
okkar, ef hann renndi málmplötu til hliðar. Við spurðum hann að því,
hvort hann hefði komið sér upp þessum varnarvegg, af því að hann
væri hræddur um að verða barinn og rændur. „Nei,“ svaraði hann, „ég
er bara hræddur við, að ég kynni annars að drepast úr leiðindum."
Robert Sylvester.
Sjónvarpsgláp.
Þegar verið var að sýna „Sögu Forsyteættarinnar" í brezka sjón-
varpinu, en þar er um að ræða 26 þátta framhaldsmynd eftir sögu
Johns Galsworthys, varð roskinni konu einni i Lancashire þetta að
orði: „Mér finnst „Saga Forsyteættarinnar11 vera bezta myndin, sem
sýnd hefur veriö í sjónvarpinu. Mér fannst svo indælt að sjá, að svona
stór fjölskylda fann sér alltaf nóg til að gera, en var ek'ki að sóa tím-
anurn í sjónvarpsgláp."
„Peterbrough".
Alþjóðlega gistihúsið í Curacao er ein gistihúsið, sem er tryggt gegn
þeirri hættu, að skip sigli á það. Það er byggt við síki eitt í miðborginni,
og sigla skemmtiferðaskip um síki þetta.
Leonard Lyons.