Úrval - 01.06.1970, Page 44

Úrval - 01.06.1970, Page 44
42 ÚRVAL meðaltali. Þriðja árið var talan komin niður í 10 á dag. Eftir fimm ár og upp frá því voru kossarnir aðeins tveir á dag: hinn venjulegi koss á morgnana og svo koss til þess að bjóða góða nótt. Bandaríski kynferðissérfræðing- urinn Alfred C. Kinsey hefur held- ur betur rannsakað kossinn. Hann hefur meðal annars fullyrt í einu af ritum sínum, að 40% af stúlkum yngri en 15 ára í Bandaríkjunum „séu ekki lengur ókysstar“ eins og kallað er. Mæður þeirra og ömmur voru hins vegar orðnar 18 ára og eldri, þegar þær kynntust því fyrst, hvað koss var. Dr. Kinsey fullyrðir að stúlkur nú á dögum kyssi oftar og meir en stúlkur gerðu fyrir 30 árum síðan. Hann segir ennfrem- ur, að kossinn sé margri nútíma- stúlku vörn gegn nánari ástarsam- bandi. „Kossinn er oft eins konar eldingavari í óveðri æskuástarinn- ar,“ segir doktorinn. Þannig mætti endalaust ræða fram og aftur um kossa, en við skulum láta hér staðar numið og ljúka þessu kossahjali með ofur- lítilli kossavísu eftir Erlu: Virðingin kyssir ennið á. Auðmýktin hönd að vörum brá. Aðdáun vanga velur sér. Vináttan kyssir hvar sem er. Ástin er frekast að því kunn að hún vill kyssa beint á munn. Við vorum farþegar i cinum af þessum leigubílum, sem hafa glerrúðu á milli fram- og aftursætana. Bílstjórinn gat aðeins heyrt fyrirmæli okkar, ef hann renndi málmplötu til hliðar. Við spurðum hann að því, hvort hann hefði komið sér upp þessum varnarvegg, af því að hann væri hræddur um að verða barinn og rændur. „Nei,“ svaraði hann, „ég er bara hræddur við, að ég kynni annars að drepast úr leiðindum." Robert Sylvester. Sjónvarpsgláp. Þegar verið var að sýna „Sögu Forsyteættarinnar" í brezka sjón- varpinu, en þar er um að ræða 26 þátta framhaldsmynd eftir sögu Johns Galsworthys, varð roskinni konu einni i Lancashire þetta að orði: „Mér finnst „Saga Forsyteættarinnar11 vera bezta myndin, sem sýnd hefur veriö í sjónvarpinu. Mér fannst svo indælt að sjá, að svona stór fjölskylda fann sér alltaf nóg til að gera, en var ek'ki að sóa tím- anurn í sjónvarpsgláp." „Peterbrough". Alþjóðlega gistihúsið í Curacao er ein gistihúsið, sem er tryggt gegn þeirri hættu, að skip sigli á það. Það er byggt við síki eitt í miðborginni, og sigla skemmtiferðaskip um síki þetta. Leonard Lyons.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.