Úrval - 01.06.1970, Side 51

Úrval - 01.06.1970, Side 51
HVÍTU LÖKÍN í HERMOULLE 49 íyrir utan kirkjuna höfðu íbúarnir safnazt saman, klæddir sínum beztu fötum. Victor Gaspar stóð þar fremstur í flokki, myndarlegri og hressilegri en nokkru sinni fyrr. Við heilsuðumst hjartanlega og fylgdumst að til kirkjunnar, með- an þorpsbúar veifuðu og fögnuðu okkur ákaft. Gamh maðurinn leiddi mig inn í kirkjuna, rétti mér klukkustrenginn og sagði: — Nú er röðin komin að þér. Ég tók í strenginn af öllum kröft- um, og íbúar Hemroulle streymdu til kirkjunnar nákvæmlega eins og þeir höfðu gert 1944. Loksins gafst mér tækifæri til þess að efna lof- orð mitt og skila aftur lökum í staðinn fyrir þau, sem ég hafði fengið að láni. Victor Gaspar sá svo um, að hver einstakur fengi nákvæmlega þá tölu laka, sem hann hafði á sínum tíma lánað amerísku hermönnunum. Þau liðlega 400 lök sem afgangs urðu, voru gefin elli- heimili staðarins. Ræður voru haldnar og ég var gerður að heið- ursborgara Hemroulle og fékk af- hent stórt og skrautritað borgara- bréf. Ég heimsæki Hemroulle eins oft og mér gefst færi. Stundum hef ég haft konu mína og börn með mér. Ég kem alltaf án þess að gera boð á undan mér, en samt þekkja íbú- arnir mig aftur um leið og ég birt- ist. Síðast þegar ég kom, hitti ég póstinn um leið og ég ók inn í þorp- ið. Hann leit á mig, snarstanzaði, stökk af hjólinu og sagði: — Ó, herra Hanlon ofursti! Það var gaman að sjá yður aftur! Verið velkominn! Svo að segja hver einasta fjöl- skylda í þorpinu á enn að minnsta kosti eitt af hinum amerísku lök- um. Og þeirra er vandlega gætt. Þau eru aðallega notuð sem borð- dúkar við hátíðleg tækifæri. Frú Nikcole Maus de Rolley, sem býr í útjaðri Hemroulle, sagði eitt sinn við mig: — í litlu þorpi eins og þessu, þar sem tilveran er grá og hvers- dagsleg og lífsbaráttan hörð, er fólk jafnan feimið og tortryggið í garð ókunnugra. Menn vilja gjarn- an fá að virða hinn ókunnuga vel fyrir sér og átta sig á honum. En gagnvart yðiu- erum við fullkom- lega örugg, og það er fyrst og fremst lökunum að þakka. Þau hafa fært íbúum Hemroulle eitt blað í bók sögunnar og við erum stolt af því! Það gerir okkur á einhvern hátt að betri manneskjum.... Hafið þið heyrt um flugfélagið, sem hýður up á ódýrustu fargjöldin? Sko, x stað þess að sýna kvikmyndir á leiðinni, lækkar flugmaðurinn bara flugið, þegar flogið er yfir útikvikmyndahús. Current Comedy. Trúarbrögð eru fólgin í breytni, en ekki trú einni saman. S. Radhakrishnan.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.