Úrval - 01.06.1970, Síða 51
HVÍTU LÖKÍN í HERMOULLE
49
íyrir utan kirkjuna höfðu íbúarnir
safnazt saman, klæddir sínum beztu
fötum. Victor Gaspar stóð þar
fremstur í flokki, myndarlegri og
hressilegri en nokkru sinni fyrr.
Við heilsuðumst hjartanlega og
fylgdumst að til kirkjunnar, með-
an þorpsbúar veifuðu og fögnuðu
okkur ákaft. Gamh maðurinn leiddi
mig inn í kirkjuna, rétti mér
klukkustrenginn og sagði:
— Nú er röðin komin að þér.
Ég tók í strenginn af öllum kröft-
um, og íbúar Hemroulle streymdu
til kirkjunnar nákvæmlega eins og
þeir höfðu gert 1944. Loksins gafst
mér tækifæri til þess að efna lof-
orð mitt og skila aftur lökum í
staðinn fyrir þau, sem ég hafði
fengið að láni. Victor Gaspar sá
svo um, að hver einstakur fengi
nákvæmlega þá tölu laka, sem hann
hafði á sínum tíma lánað amerísku
hermönnunum. Þau liðlega 400 lök
sem afgangs urðu, voru gefin elli-
heimili staðarins. Ræður voru
haldnar og ég var gerður að heið-
ursborgara Hemroulle og fékk af-
hent stórt og skrautritað borgara-
bréf.
Ég heimsæki Hemroulle eins oft
og mér gefst færi. Stundum hef ég
haft konu mína og börn með mér.
Ég kem alltaf án þess að gera boð
á undan mér, en samt þekkja íbú-
arnir mig aftur um leið og ég birt-
ist. Síðast þegar ég kom, hitti ég
póstinn um leið og ég ók inn í þorp-
ið. Hann leit á mig, snarstanzaði,
stökk af hjólinu og sagði:
— Ó, herra Hanlon ofursti! Það
var gaman að sjá yður aftur! Verið
velkominn!
Svo að segja hver einasta fjöl-
skylda í þorpinu á enn að minnsta
kosti eitt af hinum amerísku lök-
um. Og þeirra er vandlega gætt.
Þau eru aðallega notuð sem borð-
dúkar við hátíðleg tækifæri.
Frú Nikcole Maus de Rolley, sem
býr í útjaðri Hemroulle, sagði eitt
sinn við mig:
— í litlu þorpi eins og þessu,
þar sem tilveran er grá og hvers-
dagsleg og lífsbaráttan hörð, er
fólk jafnan feimið og tortryggið í
garð ókunnugra. Menn vilja gjarn-
an fá að virða hinn ókunnuga vel
fyrir sér og átta sig á honum. En
gagnvart yðiu- erum við fullkom-
lega örugg, og það er fyrst og
fremst lökunum að þakka. Þau hafa
fært íbúum Hemroulle eitt blað í
bók sögunnar og við erum stolt af
því! Það gerir okkur á einhvern
hátt að betri manneskjum....
Hafið þið heyrt um flugfélagið, sem hýður up á ódýrustu fargjöldin?
Sko, x stað þess að sýna kvikmyndir á leiðinni, lækkar flugmaðurinn
bara flugið, þegar flogið er yfir útikvikmyndahús.
Current Comedy.
Trúarbrögð eru fólgin í breytni, en ekki trú einni saman.
S. Radhakrishnan.