Úrval - 01.06.1970, Side 53
Ógleymanlegur maður
Gerð/
fyrstu veðurspána
hérlendis
EFTIR HLYN SIGTRYGGSSON, VEÐURSTOFUSTJÓRA
að er víðsýnt á Þing-
*
*
*
*
Þ
íj) eyrum. í næsta ná-
ijfc grenni er láglent, og
•fó langt er yfir Hóp til
Vatnsnesfjalla og Síðu.
Til Norðurs er Húnaflóinn og Skaga-
strandarfjöll, en til austurs og suð-
urs skiptast á fjöll og frjósamir dal-
ir -— þeirra meðal Víðidalur og
Vatnsdalur. Slík sýn vekur útþrá,
löngun til að kanna bæði það, sem
að heiman sést og er fjöllum hulið
og hafi. En á staðnum sjálfum
minna kirkja, sögur og örnefni á
forna frægð. Frá slíkum stað er gott
heiman að leggja, og gott heim að
koma.
Jón Pjetur Eyþórsson fæddist að
Þingeyrum 27. janúar 1895. Foreldr-
ar hans voru hjónin Eyþór Bene-
diktsson bóndi og kona hans Björg
Jósefína Sigurðardóttir. Þegar Jón
var á öðru ári flutti fjölskyldan að
Hamri í Ásum, og þar bjó faðir
hans lengi síðan. Þar fæddust syst-
kini hans, Benedikt, Hólmfríður
Guðrún, Jónína Jórunn, Margrét
Sigríður og Björg Karitas, en hálf-
bróðir þeirra, tæpum áratug eldri
en Jón, er Sigurður Nordal pró-
fessor.
Jón hefur að sjálfsögðu tekið frá
barnæsku þátt í öllum sveitastörf-
um, eins og þau gerðust á þeim
tíma. Bar snemma á ötulleik hans
við vinnu, en einnig var hann
snemma bókhneigður og námfús,
það má vel marka af húsvitjunar-
bókum sóknarprestsins. I Húna-
vatnssýslum hefir löngum þótt sjálf-
sagt að slíkir menn kæmust til
mennta, enda fór Jón ungur að aldri
í Gagnfræðaskólann á Akureyri,
þaðan í Menntaskólann og stúdents-
próf tók hann 1917. Síðan lá leiðin
til Kaupmannahafnar, og byrjaði
Jón þar nám í verkfræði. En lík-
legt er, að hann hafi gert það til að
afla sér þekkingar í undirstöðu-
greinum veðurfræðinnar, stærð-
fræði og eðlisfræði, því eftir árið
segir hann skilið við verkfræðina,
Náttúrufræðingurinn
51