Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 55
GERÐI FYRSTU VEÐURSPÁNA HÉRLENDIS
53
og þaðan lauk hann cand. mag. prófi
1923. En jafnframt hóf hann nám og
starf í Bergen í ágúst 1921, og fór
til fullra starfa þar að námi loknu.
Hann fór fljótlega að gera veður-
spár. Framámenn veðurstofunnar
voru forstöðumaðurinn Jack Bjerk-
nes, sonur Vilhelms, og Svíinn Tor
Bergerson. Þeir voru báðir orðnir
vel þekktir menn erlendis, og þurftu
því oft að skreppa frá daglegum
störfum í Bergen til fyrirlestrahalds
út um allar jarðir. Þá kom það oft
á yngstu veðurfrseðinga stofnunar-
innar, Jón Eyþórsson og Finn
Spinnangr, að sjá um hinar dag-
legu veðurspár. Og þess verður að
minnast, að þegar þetta var komu
varla nokkrar veðurfregnir nema
með ritsímaskeytum frá landstöðv-
um, en sendill skauzt með þau frá
ritsímastöðinni til veðurstofunnar.
Veðurskeyti frá skipum voru fágæt,
og loftskeytasendingar á byrjunar-
stigi.
En veðurspárnar urðu ekki hið
eina starf Jóns, forráðamenn stofn-
unarinnar munu fljótt hafa fundið,
að honum hentuðu ekki innistörfin
eingöngu, jafnvel þótt um áhuga-
mál væri að ræða. Veðurfræðingum
var þá þegar ljóst, að háloftaat-
huganir væru mikils virði. En það
var ekki greitt um að gera þær —
fjarskiptatæknin, sem nú er notuð
við þær, var þá varla fundin upp
ennþá. Að vísu var reynt að senda
örlítil síritandi mælitæki með loft-
belgjum upp í háloftin. En alveg
var undir hælinn lagt, hvort þau
fyndust nokkurn tíma, og jafnvel
þótt svo færi, gátu liðið margir dag-
ar áður en veðurfræðingur fengi
þau í hendur. Þá voru upplýsing-
arnar ekki lengur nothæfar til að
gera veðurspár, þótt enn mætti nota
þær til rannsókna.
Eitt ráð var þó tiltækt til úrbóta.
Það var að reisa veðurstöðvar á
háum fjallatindum, því hærri og
brattari, sem þeir voru, því betra.
Gnægð er slíkra fjalla í Noregi, og
brautryðjendum í Bergen var mik-
ið í mun að koma upp fjallastöð
rannsóknum sínum til stuðnings.
Og stöðina var líka hægt að setja
þannig, að hennar væri mikil not
við rannsóknir á hájöklum í grennd-
inni. Margs þurfti að gæta og ýmsar
undirbúningsathuganir þurfti að
gera, áður en staðurinn var valinn.
Þennan starfa fól Bjerknes Jóni
Eyþórssyni. Varla hefir þar tilvilj-
un ráðið, líklegra er, að ötulleiki
hans til að skipuleggja leiðangra
hafi þegar verið kominn í ljós. Jón
vann svo að veðurathugunum í Jöt-
unheimum í tvö eða þrjú sumur, og
starf hans þar leiddi meðal annars
til þess, að sumarið 1926 varð veður-
athugunarstöð reist á Fanaráken í
2070 metra hæð. Stendur húsið enn,
og þótt margt hafi breytzt í veður-
fræðinni, er ennþá starfrækt þar
veðurathugunarstöð allt árið.
Ekki var Jón þó einn að verki.
Vinnufélagi hans um þessar mund-
ir var ungur Svíi, Hans W. Ahl-
mann, sem lagði stund á jöklafræði
og varð síðar vel þekktur vísinda-
maður á því sviði. Ahlmann var um
þessar mundir að rannsaka Stygge-
dalsbreen. Milli þessara u-ngu vís-
indamanna tókst ævalöng vinátta,
og samvinna þeirra um sameiginleg
áhugamál átti eftir að bera árang-