Úrval - 01.06.1970, Side 60
58
ÚRVAL
náttúrufræði og ferðalög, oftast um
íslenzk efni eða kannanir heim-
skautalanda. Þessar bækur urðu al-
menningseign fyrir atbeina Jóns og
annarra merkra manna. Sumar
þeirra mörkuðu tímamót í íslenzkri
tungu. í flokki þessara bóka má
nefna Ferðabók Þorvaldar Thor-
oddsens, Ferðabók Sveins Pálssonar,
er hann bió til prentunar og þýddi
að miklu leyti ásamt Pálma Hann-
essyni og Steindóri Steindórssyni,
safnrit þeirra Pálma: „Hrakningar
og heiðavegir*. ferðasaga William
Lord Watts, „Norður yfir Vatna-
iökul“. og fleiri.
En Jóni var vel ljóst, að útgáfu
fornra náttúrufræðirita var síður en
svo lokið, enn liggia í lítt aðgengi-
logum handritum veðurbækur frá
átiándu öld, eftir Lievog, Svein
Pálsson og fleiri, og á þetta benti
Jón í nokkrum greinum í Veðrinu.
Að vísu eiga þessi rit lít.ið erindi til
nlmennings í frummynd sinni. En
þau gætu þó varpað nokkru ljósi á
veðurfarsbreytingar síðustu alda, ef
úr þeim er unnið á vísindalegan
hátt. Fyrsta skrefið til að svo megi
verða er þó að prenta þau, og vanda
vel undirbúnings þess verks.
Vísindaritgerðir Jóns voru marg-
ar og merkar, eins og áður er get-
ið. En þær koma þeim á óvart, er
búast við slíkum ritum á þunglama-
iegu máli, vel krydduðu með stærð-
fræðilíkingum. Að vísu skirrist Jón
ekki við að nota þær, ef rík ásfæða
er til. En þær eru þó fáar og
einfaldar, en málfar hans ljóst og
lifandi. Og jafnan tekst honum bezt
til, þegar hann lýsir náttúrunni með
orðum, þegar náttúruunnandinn
fremur en vísindamaðurinn stjórn-
ar pennanum og hefir óbundnar
hendur til að lýsa því sem fyrir
augu ber, sýna lesandanum þau öfl,
er að baki náttúruatburðanna liggja.
Þá veitist honum létt að skýra rás
atburðanna í ljósu, tæru, þrótt-
miklu máli.
Jón kvæntist Kristínu Vigfús-
dóttir frá Vatnsdalshólum árið 1921,
en hún lézt 1946. Þau eignuðust sex
börn, Biörgu, Sverri, Eyþór, Ingi-
björgu, Eirík og Kristínu. Ingibjörg
dó ung, en Sverrir flugstjóri fórst,
í flugslysi við Norðfjörð í janúar
1966. Síðari kona hans var Ada V.
Ágot, f. Holst. Þau slitu samvistum.
Aldrei átti ég þess kost að kynn-
ast Jóni á leiðangursferðum. En þeir
sem til þekkja, segja hann hafa ver-
ið frábæran leiðangursstióra, hag-
sýnan og örvandi, fór að öllu með
gát, en þrautseigur, ef með þurfti.
Og þessu líkur var hann einnig við
dagleg skyldustörf.
Jón var oft þungt haldinn síðustu
mánuðina, sem hann lifði. Þá mun
hugur flest.ra snúast að því, sem
hverjum manni er nánast, fjölskyldu
og einkavinum. Jóni var þó svo far-
ið, að hann sinnti einnig þeim mál-
um, er hann hafði helgað langt ævi-
starf, að þessu sinni til að tryggja
eftir mætti, að þar tækju aðrir upp
þráðinn, er hann varð frá að hverfa.
Hann lézt 6. marz 1968 og var jarð-
settur að fæðingarstað sinum, Þing-
eyrum, nokkru síðar.
Nú verða næstu kynslóðir ís-
lenzkra náttúrufræðinga að taka við
vísindagreinum þeim, er hann starf-
aði að, bæta við þær og skila áfram
næsta áfangann.