Úrval - 01.06.1970, Side 63
61
LÆRÐU AF BÖRNUM ÞÍNUM AÐ LEIKA ÞÉR
hrífandi gleði. Börn eru svo yndis-
lega frjáls í leik sínum, — þau
kunna listina að „gleyma sér“ í
leiknum. Og ef við hin eldri, get-
um gleymt um stund okkar sjálfs-
ögun, munum við hljóta undursam-
lega reynslu.
Fjögurra barna faðir sagði mér
frá því nýlega, hvernig honum, er
hann kom dauðþreyttur heim frá
vinnunni, gramdist við heimilis-
hundinn, sem óaflátanlega, hentist
og skoppaði umhverfis hann, veik-
ur af löngun til að leika sér. Hús-
bóndinn reyndi að slaka á spenn-
unni og hvílast, en það var von-
laust. Að lokum fór hann út með
seppann. „Loftið var hreint og
svalt, og skyndilega var ég gripinn
af einhverju, sem ég hafði ekki
áttað mig á. Og fyrr en ég vissi af
var ég kominn á harðahlaup — eins
og fáviti — og lék mér við glað-
væran hundinn! Við veltum okkur
á grasfletinum og ég kastaði priki,
sem við reyndum okkur að ná í.
Að lokum tók það mig víst 20 mín-
útur að kasta mæðinni og ná and-
anum, — en þetta var fyrsta kvöld-
ið í langan tíma, sem ég var ekki
sljór og slappur, þegar ég fór að
hátta.
Börnum er það meðvitað, að
maður skemmtir sér bezt, þegar
farið er eftir því, sem kemur í hug-
ann á stundinni.
Fyrir skömmu keyptu nokkrir
vinir okkar gamalt hús, sem þó