Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 64
62
ÚRVAL
þurfti að lagfæra innan dyra, áður
en það yrði tekið til íbúðar. Þegar
kaupin voru um garð gengin, buðu
nýju eigendurnir vinum og kunn-
ingjum í „málaragildi“. Búningur
ákveðinn: Gömul föt. Þegar við
komum, fengum við að vita, að við
mættum teikna, skrifa og mála á
veggina, hvaða vitleysur, sem við
vildum. Þetta varð einstaklega
skemmtilegt kvöld. Sumir skrifuðu
gamanvísur og spakmæli, sumir
drógu upp heil málverk meðan enn
aðrir fóru í spilaleiki eða þess hátt-
ar. Það var bara dásamlegt að vera
frjáls og mega gamna sér, án þess
að hugsa um skyldur morgundags-
ins. Hér var lifað fyrir líðandi
stirnd.
Vertu ekki stífur, heldur við-
bragðs þýður. Vertu ekki að binda
þig við eitthvað, af því að það virð-
ist hið eina skynsamlega. Barrdð
finnur enga’ þörf til þess að halda
áfram við það, sem ekki er lengur
skemmtilegt. Það er strax viðbúið
til nýrra ævintýra. Við, hin, verð-
um næstum því skömmustuleg, ef
við framkvæmum eitthvað óhugs-
að — bara um leið og okkur datt
það í hug.
Ef við erum í miðjum stórþvott-
inum, eða sitjum sveittir við sölu-
skýrsluna í skrifstofunni — og allt
í einu kemur hlý gola inn um op-
ínn gluggann, svo að við skynjum
vorið í loftinu, — hvað gerum við
þá? Við teljum okkur trú um, að
við verðum að fylgja dagskipan-
inni. Hugsið ykkur, ef við hefðum
í staðinn leyft okkur smágöngu-
ferð, hlustað á söng fuglanna, horft
upp í krónur trjánna, eða bara set-
ið á bekk úti í sólskininu dálitla
stund! Jafnvel þótt við endrum og
eins fórnum nokkrum mínútum, til
þess að framfylgja skyndilegri
löngun, þarf það alls ekki að leiða
til leti og ábyrgðarleysis. Þvert á
móti: Það getur aukið starfslöng-
un okkar og þrek, með því að
byggja upp og styrkja innri afl-
gjafa, •— kenndina þá, að vera til,
— að vera raunverulega lifandi, —
sem við þurfum að vernda vel og
gæta.
Jafnvel rótgróinn vísindamaður
veit — af sínu hyggjuviti — hve-
nær honum ber að gefa eftir fyrir
skyndilegri hugdettu. Prófessor
nokkur, sem var að halda fyrir-
lestur í heimspeki á snemmborn-
um vordegi, hætti í miðju kafi og
sagði: „Ég er hræddur um að þess-
um skýringum verði ekki lokið að
sinni. É’g þarf á stefnumót með
apríl!“ Og þar með yfirgaf hann
salinn og undrandi áheyrendur.
Þegar dóttir okkar verður sér-
staklega gröm og sár við okkur,
hugsar hún til eins hins bezta
kvölds, sem við höfum átt saman.
Þetta var venjulegur virkur dag-
ur, komið að kvöldi, og við hjónin
höfðum lokið þreytandi verki •— að
semja mikla fjárhagsáætlun. Og allt
í einu varð okkur ljóst að við vor-
um banhungruð, •—• ekki svo að
skilja að okkur væri sama, hvað
byðist — heldur hungruð eftir sér-
stökum kjúklingarétti, sem við
höfðum einhvern tíma áður smakk-
að, í veitingahúsi inni í bænum.
Við vöktum Dóru, 12 ára dóttur
okkar, af værum svefni. Slíkt höfð-
um við aldrei gert áður. Hún varð