Úrval - 01.06.1970, Side 65

Úrval - 01.06.1970, Side 65
LÆRÐU AF BÖRNUM ÞÍNUM AÐ LEIKA ÞÉR 63 þó ekkert undrandi. „Þetta verður gaman," sagði hún. „Má ég fara í nýja flauelskjólinn minn?“ — Tutt- ugu mínútum síðar vorum við kom- in í stöðvarbíl, ókum til matsölu- staðarins og eyddum síðustu krón- unum úr veskinu! Reyndu að endurnýja sambandið við náttúruna. Þar sem mörg okkar lifa lífinu í gráum steinsteypuköss- um við gráar steingötur, töpum við auðveldlega sambandinu við nátt- úruna. Þess vegna verðum við að finna aðrar leiðir til þess að vera áfram í snertingu við himin, haf og sól. Börnin finna ósjálfrátt, hve líf- gefandi þetta er. Þau eru alveg viss um að veröldin sé full af hrífandi tækifærum og merkilegum hlutum, sem þreifa má á, bragða og finna til. Þau eru opin fyrir margbreytni náttúrunnar. Ef börn þín, einn góð- an veðurdag, vilja draga þig með sér út, þá gefðu eftir og sláðu til. Þig mun ekki iðra. Ég þekki föður, sem finnst það dásamlegt að rölta um leirborinn veg — moldargötur — í sumar- regni. Það hefur hann lært af syni sínum. Taktu börnin með þér út í sveit, að bóndabæ, út í dýragarðinn, — eða farðu með þeim í gönguferð í skóginn. Leggðu þig við hlið þeirra á grasfletinum, með strá í munni og horfðu upp til hvítra skýja. Horfðu andartak á veröldina með augum barnanna. Finn barnið í sjálfum þér. Það er engin tilviljun að svo margir ungir elskendur fara í skógarferð- ir, hlaupa berum fótum í sjávar- sandi, fara í dýragarðinn, borða ís- vöfílur og aka í hringekjunni. Þeg- ar við erum ástfangin, er okkur meðvitað, að bezt er að hverfa til leikja bernskunnar, til þess að rinna okkar eigið sannasta eðli. Þekktur barnabókahöfundur var einhverju sinni spurður hvernig hann færi að því að skrifa af slík- um skilningi og tilfinningu, að börnin skildu það. „Fyrst og fremst með því að finna og viðhalda barn- inu í sjálfum mér,“ svaraði hann. — Þetta gildir ekki bara um hinn skapandi listamann, heldur einnig okkur, ef við viljum þekkja og nálgast okkar sér-eiginleika, okkar persónulega eðli. í desember sl. ár kom ég af til- viljun auga á leikfang, — flautu eina, í hljóðfæraverzlun. Hvert op flautunnar var með sérstökum lit. Henni fylgdi lítið nótnahefti með sönglögum, þar sem nóturnar voru með litum í samræmi við litina á flautunni. Eftirlætis jólasálmur mannsins míns var meðal laganna í þessu hefti. Hér fékk hann hljóð- færi, sem hann gat spilað á fyrir- hafnarlaust. Þetta er sú bezta jólagjöf, sem ég nokkru sinni hef gefið honum. Og ef einhver í háskólans „heilögu sölum" skyldi heyra háa, skjálfandi tóna „Heims um ból“, þá er það bara prófessor í sálfræði — í frí- mínútum sínum — að fylla skrif- stofuna með þeirri einu hljómlist, sem hann ræður yfir, spilað á leik- fangsflautu með lituðum nótnaop- um! Hann er einn af þeim fáu full- orðnu, hamingjusömu, sem hefur horft á börn leika sér og lært af þeim.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.