Úrval - 01.06.1970, Síða 67

Úrval - 01.06.1970, Síða 67
65 Veitingáhúsaeígendur ættu a8 fara að vara sig. Nader er nú orð- inn næstum goðsagnakenndur krossfari í baráttunni fyrir mál- stað neytandans. Honum væri trú- andi til þess að nota flugu sem nægilega ástæðu til þess að láta hefja rannsókn á vegum þingskip- aðrar nefndar. Og hann gæti líka komið slíku í kring. Sem sjálfskip- aður og ólaunaður verjandi hags- muna 203 milljóna handarískra neytenda hefur hann barizt fyrir ótal málefnum. Honum hefur tek- izt að fá iðnjöfrana til þess að end- urmeta ábyrgðina, sem á þeim hvil- ir. Og honum hefur tekizt að skapa nýtt andrúmsloft þrátt fyrir þung- an róður, og einkennist það af því, að nú er miklu meira tillit tekið til hagsmuna og álits neytandans en áður tíðkaðist. Hugmyndir hans hafa hlotið hljómgrunn á furðulegum stöðum. í desembermánuði síðastliðnum gekk Henry Ford II. lengra en nokkur annar framkvæmdastjóri í bifreiðaiðnaðinum hefur nokkru sinni gert, hvað snertir viðurkenn- ingu á því, að bifreiðaiðnaðurinn sé ábyrgur fyrir loftmengun. Og hann bað og jafnvel hvatti ríkisstjórnina til þess að gera sitt ýtrasta til þess að ráða bót á þessu ófremdar- ástandi. Ford sagði, að bifreiða- framleiðendurnir yrðu að koma fram með ökutæki, sem gæfu frá sér „lítið sem ekkert mengað út- blástursloft". Ford nefndi ekki Ralph Nader á nafn, en það var heldur ekki nauðsynlegt. Nader er alþekktur sem harður gagnrýnandi bifreiðaiðnaðarins, og hefur hann meðal annars gagnrýnt hann fyrir mengun andrúmsloftsins. Það var að miklu leyti vegna áhrifa Naders, að General Motors hættu við framleiðslu Corvair-bif- reiðarinnar í fyrra. Salan á „Cor- vair“ hrapaði niður úr öllu valdi, eftir að Nader lýsti því yfir, að bíllinn væri stórhættulegur. Þetta gerði hann í metsölubók sinni „Hættulegur á hvaða hraða sem er“. Útkoma þessarar bókar og síð- ari ræður Naders, greinar og heim- sóknir í þingið urðu einnig til þess, að Flutningamálaráðuneytið setti strangari öryggisreglur um bifreið- ir og hjólbarðaframleiðslu. Nader er bæði lögfræðingur, upp- ljóstrari og krossfari í senn. Það er að miklu leyti fyrir áhrif frá hon- um, að nú hafa verið sett sex þýð- ingarmikil ríkislög til verndar hagsmunum neytenda. Þar er um að ræða umferðar- og bifreiðaör- yggislögin frá 1966, lög frá 1967 um ómengað kjöt, öryggislög frá 1968 varðandi jarðgasleiðslur, lög frá 1968 um geislunareftirlit vegna heilbrigði og öryggi, lög frá 1968 um ómengaðar alifuglaafurðir og ríkislög frá 1969 um heilbrigði og öryggi kolanámumanna (sem hafa að geyma varnarráðstafanir gegn „svartlungnasjúkdómum"). Hann var einnig fyrstur til þess að ásaka framleiðendur niðursoð- innar barnafæðu um að stofna heilsu ungbarna í voða með því að nota monosodium glutamate í niður- suðuvörurnar, en það er bragðbæt- andi efni, sem læknavísindin hafa nú sýnt fram á, að geti valdið heilaskemmdum í sumum dýrateg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.