Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 69

Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 69
DJARFASTI NEYTANDINN í BANDARÍKJUNUM 67 berra stofnana, nefnda og ráða að hefja störf í þeim atvinnugreinum, sem þeir áttu að hafa eftirlit með, meðan þeir voru opinberir starfs- menn. „STRANDHÖGGSMENN NADERS“ Undanfarin tvö sumur hefur Na- der leitað hjálpar námsmanna í sumarleyfum til framkvæmda á þessu sviði. Hann þarfnast kross- fara sér til aðstoðar í krossferðum sínum. Þeir hafa sýnt slíkan geysi- legan áhuga á að rannsaka starf- semi skriffinnskubáknsins í öllum þess myndum og afbrigðum, að þeir hafa hlotið heitið „strandhöggs- menn Naders“. Árið 1968 voru strandhöggsmennirnir aðeins 7 að tölu, en í fyrra urðu þeir 105. Na- der og hinir ötulu strandhöggsmenn hans ásaka stjórnyfirvöld yfirleitt um að hafa brotið hin þriggja ára gömlu lög um frjálsan aðgang að upplýsingum, brotið þau á „kerfis- bundinn hátt að yfirlögðu ráði“. En lög þessi eiga að veita almenningi greiðari aðgang að ýmsum upplýs- ingum á vegum ríkisvaldsins. Tveir strandhöggsmenn hófu málsókn gegn Flugmálaráði ríkisins við rík- isdómstól í nóvember til þess að neyða ráðið til að birta niðurstöð- ur af rannsókn vegna kvartana flugfarþega. Hin einmanalega barátta Naders er að vísu þýðingarmikil, en inn- blástur sá og hvatning sú, sem hann veitir ungum Bandaríkjamönnum kunna að reynast ein þýðingarmik- il fyrir Bandaríkin. En Nader nýt- ur ekki einskoraðra vinsælda vegna viðleitni sinnar. Leigubílstjórar hella sér til dæmis stundum yfir hann, vegna þess að nú verða þeir að greiða fyrir öryggisbelti og ann- an lögákveðnan öryggisútbúnað í bíla sína vegna baráttu Naders. Hinir nýju, róttæku byltingarsegg- ir fordæma hann, vegna þess að hann vill gera endurbætur á hag- kerfinu fremur en að koma því fyrir kattarnef. Kaupsýslumenn kvarta yfir því, að hann sé bara hávaðaseggur, sem vilji auglýsa sig, og að hann sé oft svo ofboðs- lega viss um, að hann einn hafi á réttu að standa, að slíkt nálgist al- geran hroka. En hvert álit sem ýmsir kaupsýslumenn kunna að hafa á aðferðum Naders, þá hrósa þeir honum samt fyrir það, sem hann hefur afrekað, og viðurkenna, að hann sé þýðingarmikill og oft afar nauðsynlegur gagnrýnandi. Nixon forseti hefur nú orðið við þeim kröfum, sem Nader og ýmsir aðrirv er vinna að hagsmunamálum neytenda, hafa gert um alllanga hríð. Hann hefur sem sagt lagt til, að samþykkt verði lög, sem leyfi neytendum að bindast samtökum um „sameiginlegan málarekstur“ í skaðabótamálum í ríkisréttum gegn framleiðendum eða kaupmönnum, sem gerzt hafa brotlegir við neyt- edur á einhvern hátt. Og verði þeir dæmdir sekir fyrir svik gegn neyt- endum, verða þeir ef til vill að greiða allan málflutningskostnað og greiða öllum þeim neytendum skaðabætur, sem aðild eiga að hinni „sameiginlegu málsókn". Forsetinn hefur þegar lagt lagafrumvarp um „réttindi kaupenda" fyrir þingið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.