Úrval - 01.06.1970, Síða 75
HVAÐ SAGÐI PLATÓ?
73
æðri og lægri menntunar, nauðsyn
sérhæfingar á vísindasviðinu og að
beitt sé vísindalegum aðferðum til
þess að leysa félagsleg vandamál.
Hann ræðir um takmörkrfh á tekj-
um manna og telur, að engin fj'öl-
skylda eigi að hafa meira en fjór-
faldar tekjur neinnar annarrar.
Hann kom fyrstur fram með hug-
myndina um lekiskóla barna og
stakk upp á nýjum aðferðum í
barnafræðslu: „Það skaðar engan
þótt hann sé þvingaður til að gera
líkamsæfingar, en þekking, sem
maður er neyddur til að tileinka sér,
festir ekki rætur. Þess vegna á að
hætta að beita þvingun, en láta
fyrstu fræðsluna vera sem leik“.
En auk skynseminnar og rök-
hyggjunnar var Plató haldinn dul-
arfullri þrá. Hann langaði til að
sleppa burt frá heimi hverfulleik-
ans, frá hinum síbreytilegu vanda-
málum, sem hann var svo snjall að
finna lausnir á. Hann vantaði trúar-
brögð, og þar sem hann fann engin
við sitt hæfi, þá bjó hann þau til.
Að sjálfsögðu spruttu þau upp úr
hrifningu hans á kenningum Sókra-
tesar um rökrænt samband hug-
myndanna. Hann fullyrti, að þessar
hugmyndir séu hinn sanni veruleiki;
en að hlutirnir, sem við sjáum og
þreifum á, séu aðeins skuggar.
Hann hélt því meira að segja fram,
að það beri fremur að elska fegurð-
arhugmyndina en fagra persónu —
og það er hinn rétti skilningur á
„platónskri ást“. En þess ber að
geta, að Plató sjálfum var ljóst, að
kenningin um raunveruleika hug-
myndanna gat leitt út í öfgar.
í hinu fræga riti sínu „Lýðveldið",
ræðir Plató um hvernig skipuleggja
beri ríki. Hrifning hans af rökfræð-
inni kom honum á þá skoðun, að úr
því að góður maður lúti strangri
stjórn skynseminnar, þá hljóti líka
gott ríki að lúta strangri stjórn
skynsams minnihluta.
Hann hugðist flokka borgarana
eftir kostum þeirra og hæfileikum,
og fá síðan úrvali góðra mann völd-
in í hendur. Stjórnendurnir áttu að
hafa her sér til stuðnings. Þessi
dyggðugu og heimspekilega sinnuðu
ofurmenni, sem hann nefndi „vernd-
ara“, máttu ekki eina neina sér-
eign, jafnvel eiginkonu sinni og
börnum urðu þau að deila með öðr-
um. Kynmök skyldu fara fram með
ákveðnu millibili og eftir kynbóta-
reglum, líkt og á sér stað með búfé.
Börn, sem getin voru á slíku tíma-
bili, skyldu kalla alla foreldrana
móður sina og föður sinn, og öll hin
börnin bræður sína og systur. Og
þar sem börnin voru færð í ríkis-
skólana jafnskjótt og þau höfðu ver-
ið vanin af brjósti, vissi enginn
hverjir foreldrar þeirra voru.
Höfðingjarnir áttu að gæta lík-
amshreysti sinnar með æfingum og
sérstöku mataræði og andann átti
að þjálfa með stöðugri fræðslu í rök-
fræði, stærðfræði og háspeki. Það
var ekki ætlun Platós að allir borg-
arar ríkisins færu eftir þessum
reglum, heldur einungis yfirstéttin,
svo að hún gæti orðið sönn yfirstétt.
Þegar Plató var sextugur, hélt
hann til Sýrakúsu, þar sem Dion-
ysius yngri var nýlega orðinn ein-
valdsherra. Harðstjórinn hafði beð-
ið Plató um að kenna sér hvernig
stofna ætti fyrirmyndarríki. Plató