Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 75

Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 75
HVAÐ SAGÐI PLATÓ? 73 æðri og lægri menntunar, nauðsyn sérhæfingar á vísindasviðinu og að beitt sé vísindalegum aðferðum til þess að leysa félagsleg vandamál. Hann ræðir um takmörkrfh á tekj- um manna og telur, að engin fj'öl- skylda eigi að hafa meira en fjór- faldar tekjur neinnar annarrar. Hann kom fyrstur fram með hug- myndina um lekiskóla barna og stakk upp á nýjum aðferðum í barnafræðslu: „Það skaðar engan þótt hann sé þvingaður til að gera líkamsæfingar, en þekking, sem maður er neyddur til að tileinka sér, festir ekki rætur. Þess vegna á að hætta að beita þvingun, en láta fyrstu fræðsluna vera sem leik“. En auk skynseminnar og rök- hyggjunnar var Plató haldinn dul- arfullri þrá. Hann langaði til að sleppa burt frá heimi hverfulleik- ans, frá hinum síbreytilegu vanda- málum, sem hann var svo snjall að finna lausnir á. Hann vantaði trúar- brögð, og þar sem hann fann engin við sitt hæfi, þá bjó hann þau til. Að sjálfsögðu spruttu þau upp úr hrifningu hans á kenningum Sókra- tesar um rökrænt samband hug- myndanna. Hann fullyrti, að þessar hugmyndir séu hinn sanni veruleiki; en að hlutirnir, sem við sjáum og þreifum á, séu aðeins skuggar. Hann hélt því meira að segja fram, að það beri fremur að elska fegurð- arhugmyndina en fagra persónu — og það er hinn rétti skilningur á „platónskri ást“. En þess ber að geta, að Plató sjálfum var ljóst, að kenningin um raunveruleika hug- myndanna gat leitt út í öfgar. í hinu fræga riti sínu „Lýðveldið", ræðir Plató um hvernig skipuleggja beri ríki. Hrifning hans af rökfræð- inni kom honum á þá skoðun, að úr því að góður maður lúti strangri stjórn skynseminnar, þá hljóti líka gott ríki að lúta strangri stjórn skynsams minnihluta. Hann hugðist flokka borgarana eftir kostum þeirra og hæfileikum, og fá síðan úrvali góðra mann völd- in í hendur. Stjórnendurnir áttu að hafa her sér til stuðnings. Þessi dyggðugu og heimspekilega sinnuðu ofurmenni, sem hann nefndi „vernd- ara“, máttu ekki eina neina sér- eign, jafnvel eiginkonu sinni og börnum urðu þau að deila með öðr- um. Kynmök skyldu fara fram með ákveðnu millibili og eftir kynbóta- reglum, líkt og á sér stað með búfé. Börn, sem getin voru á slíku tíma- bili, skyldu kalla alla foreldrana móður sina og föður sinn, og öll hin börnin bræður sína og systur. Og þar sem börnin voru færð í ríkis- skólana jafnskjótt og þau höfðu ver- ið vanin af brjósti, vissi enginn hverjir foreldrar þeirra voru. Höfðingjarnir áttu að gæta lík- amshreysti sinnar með æfingum og sérstöku mataræði og andann átti að þjálfa með stöðugri fræðslu í rök- fræði, stærðfræði og háspeki. Það var ekki ætlun Platós að allir borg- arar ríkisins færu eftir þessum reglum, heldur einungis yfirstéttin, svo að hún gæti orðið sönn yfirstétt. Þegar Plató var sextugur, hélt hann til Sýrakúsu, þar sem Dion- ysius yngri var nýlega orðinn ein- valdsherra. Harðstjórinn hafði beð- ið Plató um að kenna sér hvernig stofna ætti fyrirmyndarríki. Plató
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.