Úrval - 01.06.1970, Side 76

Úrval - 01.06.1970, Side 76
74 ÚRVAL hóf starf sitt vonglaður og bjart- sýnn. Hann ákvað að byrja kennsl- una með því að veita konunginum fræðslu í flatarmálsfræði. Þegar konungurinn hefði lært að hugsa rökrétt, yrði auðveldur eftirleikur- inn — glíma við hin pólitísku vandamál. Ekki aðeins Dionysius heldur og öll hirðin tók þessari nýju dægrastyttingu tveim höndum. Flat- armyndirnar voru dregnar í sand, sem kastað var á marmaragólfin, og varð höllin bráttt öll í rykkófi. Dionysiusi féll vel við Plató og honum þótti gaman að þessari nýj- ung. Hitt var lakara, að hann var ekkert hrifinn af flatarmálsfræð- inni. Andstæðingar Platós grófu upp annan heimspeking, sem gat „sann- að“, að harðstiórn væri bezta stjórn- arformið. Loks neyddist Plató til að læðast burt úr höllinni að nætur- iagi, og komst eftir krókaleiðum aftur til Aþenu. Þegar heim til Aþenu kom, beið Platós nýtt verkefni, því að hann hafði stofnað skóla, sem varð fræg- nstur allra skóla í fornöld. Fræðslan fór fram í svonefndu „gymnasium", sem var skammt fyrir norðan Aþenu. Borgin átti þrjár slíkar stófnanir, sem voru geysimiklar byggingar. f hveriu „gymnasium" var knattleikasalur og glímuher- bergi. nuddherbergi, gufubaðstofa, heit og köld böð og búningsklefar, og auk þess íþróttavöllur undir beru lofti. Ennfremur var þar skógar- iundur með trjágöngum, þar sem menn gátu numið fræði sín reikandi undir trjánum eða hvílandi í sæt- um, sem voru þarna á afviknum stöðum. Það „gymnasium“, sem Plató valdi fyrir skóla sinn, var kallað Akademia — eftir lundi Akademus- ar, þar sem það hafði verið reist. Kennslan hefur sennilega verið með svipuðu sniði og í viðræðum Platós og Sókratesar. Það var ekki krafizt neins kennslugjalds og ekki var um neitt ákveðið námsefni að ræða, en sennilega hefur oft verið glatt á hialla. Það er vafasamt, hvort nokk- urn tíma hafi verið til menntastofn- un, sem hefur verið jafn laus í reip- unum og þessi skóli Platós; samt var hann við lýði í næstum þúsund ár og þaðan eru runnin orðin akademía og akademiskur, sem finnast í öll- um tungumálum Norðurálfu. Að einu leyti er kenningu Platós miög ábótavant. Hún tekur ekkert tillit til samúðarinnar, þessa þýðing- armikla þáttar mannlegs lífs. Sam- úðarkenningin barst til Vesturlanda með kristindóminum, sem kennir, að góður maður láti ekki stjórnast af skynseminni, heldur af náung- anskærleikanum. Það er óþarfi að rifia það upp hversu mikil áhrif þessi nýía kenn- ing hafði á mannkynið. Ef Plató hefði kynnzt henni, hefði hún ef til vill einnig haft mikil áhrif á hann. Ég býst við að hann hefði sagt eftir nokkurra ára umhugsun: „Þið hafið rétt fyrir ykkur. Mér var ekki Ijóst, hve samúðin eða kærleikurinn skip- ar háan sess í lífi góðs manns. En þið hafði aðenis sýnt mér fram á,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.