Úrval - 01.06.1970, Page 76
74
ÚRVAL
hóf starf sitt vonglaður og bjart-
sýnn. Hann ákvað að byrja kennsl-
una með því að veita konunginum
fræðslu í flatarmálsfræði. Þegar
konungurinn hefði lært að hugsa
rökrétt, yrði auðveldur eftirleikur-
inn — glíma við hin pólitísku
vandamál. Ekki aðeins Dionysius
heldur og öll hirðin tók þessari nýju
dægrastyttingu tveim höndum. Flat-
armyndirnar voru dregnar í sand,
sem kastað var á marmaragólfin, og
varð höllin bráttt öll í rykkófi.
Dionysiusi féll vel við Plató og
honum þótti gaman að þessari nýj-
ung. Hitt var lakara, að hann var
ekkert hrifinn af flatarmálsfræð-
inni.
Andstæðingar Platós grófu upp
annan heimspeking, sem gat „sann-
að“, að harðstiórn væri bezta stjórn-
arformið. Loks neyddist Plató til að
læðast burt úr höllinni að nætur-
iagi, og komst eftir krókaleiðum
aftur til Aþenu.
Þegar heim til Aþenu kom, beið
Platós nýtt verkefni, því að hann
hafði stofnað skóla, sem varð fræg-
nstur allra skóla í fornöld. Fræðslan
fór fram í svonefndu „gymnasium",
sem var skammt fyrir norðan
Aþenu. Borgin átti þrjár slíkar
stófnanir, sem voru geysimiklar
byggingar. f hveriu „gymnasium"
var knattleikasalur og glímuher-
bergi. nuddherbergi, gufubaðstofa,
heit og köld böð og búningsklefar,
og auk þess íþróttavöllur undir beru
lofti. Ennfremur var þar skógar-
iundur með trjágöngum, þar sem
menn gátu numið fræði sín reikandi
undir trjánum eða hvílandi í sæt-
um, sem voru þarna á afviknum
stöðum.
Það „gymnasium“, sem Plató
valdi fyrir skóla sinn, var kallað
Akademia — eftir lundi Akademus-
ar, þar sem það hafði verið reist.
Kennslan hefur sennilega verið með
svipuðu sniði og í viðræðum Platós
og Sókratesar. Það var ekki krafizt
neins kennslugjalds og ekki var um
neitt ákveðið námsefni að ræða, en
sennilega hefur oft verið glatt á
hialla. Það er vafasamt, hvort nokk-
urn tíma hafi verið til menntastofn-
un, sem hefur verið jafn laus í reip-
unum og þessi skóli Platós; samt var
hann við lýði í næstum þúsund ár
og þaðan eru runnin orðin akademía
og akademiskur, sem finnast í öll-
um tungumálum Norðurálfu.
Að einu leyti er kenningu Platós
miög ábótavant. Hún tekur ekkert
tillit til samúðarinnar, þessa þýðing-
armikla þáttar mannlegs lífs. Sam-
úðarkenningin barst til Vesturlanda
með kristindóminum, sem kennir,
að góður maður láti ekki stjórnast
af skynseminni, heldur af náung-
anskærleikanum.
Það er óþarfi að rifia það upp
hversu mikil áhrif þessi nýía kenn-
ing hafði á mannkynið. Ef Plató
hefði kynnzt henni, hefði hún ef til
vill einnig haft mikil áhrif á hann.
Ég býst við að hann hefði sagt eftir
nokkurra ára umhugsun: „Þið hafið
rétt fyrir ykkur. Mér var ekki Ijóst,
hve samúðin eða kærleikurinn skip-
ar háan sess í lífi góðs manns. En
þið hafði aðenis sýnt mér fram á,