Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 77
HVAÐ SAGÐI PLATÓ?
75
að það sé skynsamlegt að rækta með
sér samúð. Enn er það skynsemin,
enn er það vitið, sem sjtórnar."
Þannig hefði Plató getað sannað
hina miklu og varanlegu hlutdeild
sína í lífsskoðunum Vesturlanda.
1 augum þess manns, sem lætur heiJann stjórna líkamsstörfuim sínum,
er ekki neitt til, sem heitir erfiði. Það getur verið, að ,hann sé önnum
kafinn hverja mínútu allan daginn, en hann leysir af hendi öll skyldu-
störf sín með sem allra minnstri vinnu, vegna þess að honum hefur
Jærzt að vinna á lipran og árangursríkan hátt.
J. C. Roberts.
Dómari: „Voruð þér viðstaddur, þegar vandræðin hófust milli vinar
yðar og eiginkonu hans?"
Vitni: „Nú, auðvitað! Var ég ekki svaramaður við hjónavígsluna, eða
hvað?“
Menntið menn, án þess að minnzt sé á trúarbrögð, og þér munuð gera
þá að sn.iöllum djöflum.
Wellington.
LeikritaskáldiÖ ræöir um ceslcu sína:
Æskan er tírni vonbrigða, vona og metnaðargirni, sem hindruð er
af völdum fáfræði og skorts á hæfni. Ég hef aldrei tekið undir með þeim,
sem kvarta og kveina yfir horfinni æsku sinni. Ég gleðst yfir því, að
æska mín er að baki, og mér finnst engin tilhugsun eins andstyggileg og
sú, að miér gæfist tækifæri til að lifa hana að nýju. Æskan er fyrirbrigði,
sem ætti ekki að endast lengi.
St. Jóhn Ervine.
1 fyrra var biskup einn, sem ég þekiki, að reyna að panta far við af-
greiðsluborð flugfélagsins United Air Lines með fluigvél, s,em flygi nn
viðkomu frá Birmingham i Alabamafylki norður til New York. Af-
greiðslustúlkan sagði þá: „Mér þykir það leitt, herra, en þér verðið
fyrst að fljúga til Atlanta."
Þá spurði biskupinn,, sem skyldi ekkert í slíku fyrirkomulagi: „E'n
ef ég vildi nú fara til San Francisco?"
Þá endurtók afgreiðslustúlkan: „Þér verðið þá fyrst að fljúga til
Atlanta."
Svo nefndi biskupinn nokkrar aðrar borgir í Bandarikjunum, og
svarið var ætíð hið sama: „Þér verðið fyrst að fljúga til Atlanta."
Svo spurði biskupinn hæðnislega: „Jæja, góða mín, en ef ég vlidi nú
fara til helvítis? Yrði ég samt að fljúga fyrst til Atlanta?"
„Sú flugleið er á vegum Deltaflugfélagsins," svaraði afgreiðslustúlkan
þá.