Úrval - 01.06.1970, Page 80

Úrval - 01.06.1970, Page 80
78 ÚRVAL vesfan Gulfport. Hann hafði þá orðið að flytjast með fjölskyldu sína í bílahótel þá um nóttina. En það hús hafði staðið aðeins nokk- ur fet fyrir ofan sjávarmál. „Þetta hús stendur 23 fetum fyrir ofan sjávarmál,“ sagði hann við föður sinn, „og við erum um 250 metra frá sjónum. Þetta hús hefur staðið hér síðan 1915, og það hefur alltaf fengið að vera í friði fyrir öllum fellibyljum. Við verðum sjálfsagt alveg eins örugg hér og annars staðar.“ Pabbi hans, sem var 67 ára gam- all vélfræðingur, var á sama máli. „yið getum sett planka fyrir hurð- ir og glugga og reynt að standa fellibylinn af okkur,“ sagði hann. „Svo getum við komizt burt fyrir myrkur, ef við sjáum einhver merki um, að við séum í hættu.“ Mennirnir bjuggust til varnar gegn fellibylnum. Það voru líkur á því, að vatnsleiðslur eyðilegðust, og því voru fötur og baðker fyllt af vatni. Það var líklegt, að raf- magnslínur biluðu, svo að þeir að- gættu rafhlöðurnar í ferðaútvarps- tækinu og vasaljósunum. Einnig að- gættu þeir, hvort væri nóg elds- neyti á ljóskerunum. Faðir Johns flutti lítinn rafal inn í innra and- dyrið niðri, tengdi nokkrar perur við hann og útbjó tengingu við ís- skápinn. Regnið féll jafnt og þétt síðari hluta dagsins. Grá regnský flykkt- ust að landi utan af flóanum á vængjum vindsins, sem fór sívax- andi. Fjölskyldan borðaði kvöld- matinn snemma. Nágrannakona Koshakfjölskyldunnar spurði, hvort hún mætti dvelja hjá þeim með börnin sín tvö, meðan fellibylurinn íæri yfir. Hún var ein í húsi sínu, því að maðurinn hennar var í Vi- etnam. Annar nágranni kom við hjá þeim á leið sinni inn í land. Hann spurði, hvort hann mætti skilja hundinn sinn eftir hjá þeim. Það varð dimmt fyrir klukkan sjö. Stormurinn og regnið lömdu nú og skóku húsið til. John sendi elzta soninn og elztu dótturina upp til þess að ná í dýnur og kodda handa yngri börnunum. Hann vildi halda hópnum saman á sömu hæðinni. „Verið ekki nálægt gluggunum,“ sagði hann í aðvörunarskyni, þar eð hann var hræddur um, að storm- urinn bryti rúðurnar og þau gætu þannig meitt sig á glerbrotunum. Vindurinn jókst nú sífellt, og há- vaðinn í honum var orðinn ógur- legur. Húsið fór að leka. Regnið virtist lemjast alveg í gegnum veggina. Koshakfjölskyldan hófst nú handa með kústa, handklæði, potta og fötur að vopni og reyndi að koma í veg fyrir, að það blotn- aði að ráði inni. Klukkan hálf níu fór rafmagnið, og Koshak eldri setti rafalinn í gang. Hávaðinn í fellibylnum var nú orðinn ofboðslegur. Húsið hristist, og nú tóku að falla bútar úr loft- inu í dagstofunni. Rúðurnar í frönsku gluggahurðinni í herbergi uppi á lofti splundruðust með mikl- um fyrirgangi, og þau heyrðu hljóð, sem líktist byssuskotum, er rúðurn- ar í herbergjunum uppi splundruð- ust hver af annarri. Vatnið á gólf- inu smáhækkaði og náði þeim nú upp fyrir ökkla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.