Úrval - 01.06.1970, Side 83

Úrval - 01.06.1970, Side 83
HVIRFILVINDURINN CAMILLA 81 bliki skellti stormurinn einum veggnum flötum og slökkti á ljós- kerinu. Annar veggur tók að hreyf- ast svolítið og riða síðan til. Charlie Hill reyndi að styðja hann, en hann hrundi yfir hann og meiddi hann í bakinu. Húsið hristist og skalf. Það hafði færzt 25 fet af grunninum. Veröldin virtist öll vera að gliðna í sundur. „Við skulum reisa dýnuna upp!“ hrópaði John til föður síns. „Við skulum mynda þannig svolítið skýli gegn storminum. Látið börnin undir hana. Við getum haldið dýnunni uppi með höfði og öxlum!“ Stærri börnin lögðust endilöng á gólfið, en mnini börnin ofan á þau. Og fullorðna fólkið beygði sig svo yfir börnin. Gólfið tók að hallast. Kassinn með kettlingunum rann of- an af hillu og hvarf. Læðan hentist ofan af bókaskáp, sem rann til, og hvarf líka. Hundurinn hnipraði sig saman skjálfandi og opnaði ekki augun. Nú gliðnaði þriðji veggurinn í sundur. Nú tók vatn að renna eftir hallandi gólfinu. John greip í hurð, sem var enn föst á hjörum við vegg- skáp. „Ef gólfið hrynur,“ hrópaði hann til föður síns, „skulum við setja börnin upp á þessa hurð.“ Á sama augnabliki dró örlítið úr storminum og vatnið hækkaði nú ekki lengur. Síðan fór það að lækka. Versti ofsi fellibylsins Camillu var genginn hjá. Koshakfjölskyldan og kunningjar hennar höfðu lifað ósköpin af. íbúar Gulfport jóru aS streyma aftur til heimila sinna í dögun. Á vegi þeirra urSu fjölmörg lík, því að rúmlega 130 menn, konur og börn létu lífið í féllbylnum í strand- héruðum Mississippifylkis. Á strönd- inni og víða á vegunum lágu hræ af köttum, hundum og nautgripum. Fatadruslur héngu í þeim trjám, sem uppistandandi voru, og niður- rifnar rafmagnslínur hringuðu sig yfir vegina sem svartar spaghetti- lengjur. Fólkið, sem sneri til heimila sinna, var þögult, og það var enginn asi á því. Það stóð þarna sem lamað af því, sem fyrir augu þeirra bar. Það gat varla trúað sínum eigin augum. „Hvað eigum við að taka til bragðs?“ spurði það. „Hvert eigum við að halda?" Er hér var komið sögu, höfðu alls konar hjálparsamtök á svœði þessu komið íbúum hinna hrœðilega út- leikna strandhéraða til hjálpar. Reyndar mátti segja, að allir íbúar Bandaríkjanna hafi komið þeim til hjálpar. Fyrir dögun var Þjóðvarð- lið Mississippifylkis og ýmsir flokk- ar landvarna komnir á vettvang til þess að stjórna umferð, verja eigur manna, koma upp samgöngumið- stöðvum, ryðja burt bráki og flytja heimilislaust fólk í vörubílum og langferðabílum tli flóttamannamið- stöðva. Er klukkan var orðin 10, voru matvagnar Hjálpræðishersins og sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins komnir hvarvetna á vettvang og byrjað var að útdeila heitum drykkjum, matvœlum, fatn- aði og rúmfötum. Frá hundruðum bæja og borga um gervallt landið bárust gjafir, sem námu mörgum milljónum dollara. Búsáhöld, hjúkrunargögn og lyf streymdu að með flugvélum, járn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.