Úrval - 01.06.1970, Page 86
84
ÚRVAL
Á „Bundes-
strasse 6“,
þjóðveginum
milli Bremen
og Bremer-
haven í Norð-
ur-Þýzka-
landi, hefur
fjöldi slysa
átt sér staS
við vegamerki eitt, en á því er
mörkuð talan 23.9 km. Þarna höfðu
fyrir alllöngum tíma orðið 153
dauðaslys og ugglaust hafa mörg
bætzt við síðan. Bifreiðastjórar full-
yrða að á þessum stað sé einhver
dularfullur kraftur, sem taki stjórn-
ina af þeim. Rannsóknir hafa þó
leitt í ljós eðlilegri orsakir slysanna.
Fyrst varð þess vart, að á þessum
bletti er óvenju mikil jarðgeislun.
Nánari rannsóknir leiddu til þeirr-
ar niðurstöðu, að líklega mætti
rekja orsakirnar til þess, að skógur
er þarna rétt hjá, og þegar menn
aka úr honum, átti þeir sig ekki á
hinum snöggu sviftivindum, sem
blási þarna á bersvæði.
Nútíma sokka-
prjónavél getur
prjónað eitt par
af nælonsokkum
á þremur mínút-
um. í hvert par
þarf fimm kíló-
metra af þunn-
um nælonþræði
,og í vélinni
prjóna tvær milljónir prjóna. Ef
prjóna ætti nælonsokka í höndun-
um, þ.e.a.s. ef menn gætu prjónað
með hinum örþunna nælonþræði —
mundi það taka rúmlega tvo mán-
uði, ef prjónað væri stanzlaust átta
tíma á dag og ef lykkjan væri fitjuð
upp á sekúndu.
W '
Franskur
prestur þurfti
að bregða sér
til Ítalíu.
Þegar harrn
fór jrfir
landamærin,
bentu toll-
verðirnir honum vinsamlegast á, að
hann þyrfti að greiða toll af fimmtíu
banönum, sem hann hafði meðferð-
is. Prestur harðneitaði að borga og
fór í staðinn út úr tollskýlinu. Þar
settist hann rólegur niður og tók
að eta bananana hvern á fætur öðr-
um. Eftir eina og hálfa klukkustund
var hann búinn með 47 stykki. Þrjá
þá síðustu fékk hann að fara með
tollfrítt yfir landamærin.