Úrval - 01.06.1970, Side 89
87
VK&>b:-;;/k; ag tók A1 Johnson heilt
*
*
*
*
ár að fá Willy Parker *
til þess að skilja, að
það var ekki aðeins um
orðagjálfur að ræða frá
hans hendi, heldur römmustu al-
vöru. Og Johnson varð jafnvel að
fylgja Willy Parker í fangelsið, áð-
ur en honum tókst að sannfæra
hann um einlægni sína.
Þeir hittust fyrst árið 1960 i
Lawndale, en það er fátækrahverfi
blökkumanna í Vesturbænum í
Chicago. Willy var 17 ára og hafði
gefizt upp í gagnfræðaskólanum.
Hann var „byssumaður" fyrir ungl-
ingaóaldarflokk einn, sem nefndist
„Lastalávarðarnir". Johnson, sem
var 35 ára gamall, var einnig
blökkumaður. Og hann gerði sér
góða grein fyrir hinum slæmu að-
stæðum þeirra, sem ólust upp í
þessu hverfi. Hann vissi vel, hvar
skórinn kreppti að. Þetta var frem-
ur hörkulegur heimur. Hann var
sjálfur sonur fátækrahverfisins, —
hins einangraða fátækrahverfis
blökkumanna. Hann vann sem hús-
* í frásögn þessari eru nöfnin Willy
Parker og Frank Dolen dulnefni.
vörður að næturlagi, en mikinn
hluta fritíma síns starfaði hann sem
ólærður og ólaunaður „félagsráð-
gjafi“ í hverfinu, enda var hann
sjálfboðaliði á því sviði. Hann hafði
hitt tvo meðlimi „Lastalávarðanna"
öðru hverju upp á síðkastið, þar eð
hann var að reyna að útvega þeim
atvinnu.
Willy líkaði þetta ekki. Hann var
illskeytt hörkutól, enda sá hann um
allt, er sperti vopnabúnað óaldar-
flokksins, (þar á meðal heilan haug
af framanafsöguðum haglabyssum).
Síðdegis dag nokkurn stöðvaði hann
A1 á götunni.
„Heyrðu, góði, hvað ert þú að
skipta þér af strákunum mínum?“
Johnson vissi, hver Willy var, en
það hafði engin áhrif á hann. Hann
var alls óhræddur, þótt hann vissi,
hvert orð færi af Willy. „Eg er að
reyna að fá þá til þess að gera eitt-
hvað til þess að hjálpa sjálfum sér
og komast eitthvað áfram,“ svaraði
hann.
Willy starði illskulega á hann, og
svo gekk hann þegjandi burt. A1
hitti hann oft á götunum næstu vik-
ur. Hann vissi, að það var ekki ein-