Úrval - 01.06.1970, Page 99

Úrval - 01.06.1970, Page 99
97 ÞER TEKST ÞAÐ, VINUR! nefndarinnar hringdi i A1 frá Fill- morelögreglustöðinni og bað hann um aðstoð í máli þessu. Þegar A1 kom til stöðvarinnar, komst hann að því, að það hafði ekki enn verið skráð formleg kæra á piltana. Þetta voru 17 og 18 ára piltar, stórir, hörkulegir og yfirlæt- isfullir. Rétt hjá þeim stóðu svo kaupmaðurinn og félagsráðgjafinn. Johnson hugsaði sig um. Hann vissi, að fangelsisdómur mundi hvorki verða til gagns fyrir piltana né nágrennið. Skyndilega kom hon- um ráð í hug. Hann ávarpaði kaup- manninn með þessum orðum: „Vær- uð þér fáanlegur til þess að leggja ekki fram formlega kæru á þá, ef þér fengjuð þennan 21 dollara aft- ur?“ Maðurinn játti því, og A1 lét hann hafa þessa peninga úr eigin vasa. Svo sneri hann sér að piltun- um og sagði: „Þið virðist vera raktir bjánar . . . að ætla að lenda í fangelsi fyrir þrjá dollara á mann! Sérhver ykkar á að hafa skilað 3 dollurum til þessa félagsráðgjafa fyrir föstu- dagskvöldið. Hafið þið skilið það?“ „Auðvitað, auðvitað,“ sögðu þeir allir í kór. En glott þeirra og augna- gotur sín á milli sannfærðu John- son um, að þeir álitu, að þeir hefðu nú heldur betur leikið á hann. „Hefur nokkurn tíma verið traðk- að á ykkur . . . sko, blátt áfram hoppað?" spurði A1 rólega. „Það er einmitt það, sem kemur fyrir ykk- ur, ef ég fæ ekki peningana aftur.“ Svo fóru piltarnir, en maðurinn, sem hafði beðið A1 um aðstoð í þessu máli, hristi höfuðið og sagði: „Þú veizt ekki, hvernig á að með- höndla þessa unglinga. Þú hefur engan rétt til þess að hóta þeim slagsmálum, já, hóta, að það verði bókstaflega traðkað á þeim. Við er- um að reyna að fá þá til þess að gefa allar slíkar hugmyndir á bát- inn.“ A1 var á annarri skoðun. Skoðun hans í þessu efni er þessi: „Vilji maður reyna að breyta hugsana- gangi og tilfinningalegri afstöðu af- brotaunglings, verður maður að komast í snertingu við hann á sjálfri götunni, sem hann býr við, og við hans eigin lífsskilyrði, ekki á ein- hverju framandi sviði.“ Klukkan 1 aðfaranótt laugar- dagsins hringdi félagsráðgjafinn í A1 og ságði: „Strákarnir eru ekki enn komnir með peningana.“ Næsta morgun fór A1 að leita þá uppi. Einn strákanna kom sjálfur til dyra í fyrsta húsinu, sem hann kom að. Johnson kastaði jafnvel ekki á hann neinni kveðju. Hann sló hann bara flatan á stundinni. Svo spurði hann ósköp elskulega: „Hvar er klinkið mitt, vinur?“ „Gefðu mér tækifæri!“ sagði pilturinn bænarrómi. „Ég skal borga.“ „Vertu þá búinn að borga félags- ráðgjafanum þessa peninga fyrir klukkan 11,“ sagði Al. „Að öðrum kosti munum við tveir eiga fleiri svipaðar umræður um málið.“ Hann fór eins að með næsta skuldunautinn. Og fréttin barst skjótt út um hverfið. Og hinir fjór- ir flýttu sér því að borga. Þá var sá sjöundi enn eftir. En menn vissu, að hann bar jafnan á sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.