Úrval - 01.06.1970, Side 101
ÞER TEKST ÞAÐ, VINUR!
eitthvað, sem var miklu þýðingar-
meira en klúbbheimili. Piltarnir,
sem Johnson var að reyna að
hjálpa, höfðu langflestir gefizt upp
á gagnfræðaskólanámi. Og hann
gat ekki fengið þá til þess að byrja
aftur í skólanum. Foreldrar þeirra
og heimilislíf veitti þeim enga
hvatningu til þess að halda áfram
námi. Eina lesefnið, sem var að
finna á heimilum margra þeirra,
var textinn á „Corn Flakes“ pökk-
um. Og langaði einhvern pilt samt
til þess að læra, var oft ekki neinn
stað að finna, þar sem hann gæti
lært í næði.
Piltarnir, sem gefizt höfðu upp á
gagnfræðaskólanámi, höfðu mesta
þörf fyrir starf. En fáum þeirra
tókst að útvega sér starf. Og þeir,
sem voru heppnir, hættu næstum
ætíð eða þeim var sagt upp. A1 fór
að leita að ástæðum fyrir þessu, og
brátt komst hann að því, að hinn
virki heimur starfandi fólks var
unglingunum í frumskógi Lawn-
dalehverfisins sem framandi ver-
öld. Þeir vissu ekki, hvernig þeir
áttu að leita að vinnu, vissu ekki,
hvernig þeir áttu að hegða sér,
þegar þeir komu til viðtals, og
vissu ekki, hvernig þeir áttu að
fylla út umsóknareyðublað. Og þeir
skildu ekki þá ábyrgð, sem fylgdi
því að hafa starf með höndum.
„Hvers vegna rak þessi tíkarson-
ur mig?“ spurði 19 ára gamall pilt-
ur Al. „Hvað gerir það svo sem til,
þó að ég komi ekki í vinnu svona
einn dag í viku? Þeir draga hvort
sem er af kaupinu mínu. Þeir gefa
mér, sko, ekki neitt fyrir ekkert.
99
Nú, hvers vegna ætti ég þá að vera
rekinn?“
En kaupsýslumenn og atvinnu-
rekendur höfðu heldur engan skiln-
ing til að bera, hvað snerti vonir
og ótta þessara unglinga. Þeir
skynjuðu alls ekki veröld þeirra.
Sá, sem ræddi við pilt, sem sótti
um starf, kom aðeins auga á
glannalega skyrtuna, níðþröngar
buxurnar og támjóa skóna. Yfir-
leitt reyndi hann alls ekki að koma
auga á manneskjuna, sem duldist
að baki þessara glannalegu fata.
A1 tók nú að gera ýmsar athug-
anir á þessu sviði. Og hann komst
að því, að það var oft ekki litið við
atvinnuumsækjanda vegna útlits
hans eins og framkomu. En þegar
A1 spurði unglinginn að því, hvers
vegna honum hefði verið vísað frá,
var svarið alltaf hið sama: „Heyrðu,
maður, þú veizt, hvers vegna . . .
sko, ég er svartur."
Þrátt fyrir þessa erfiðleika reyndi
A1 ásamt tveim félagsráðgjöfum að
finna atvinnu handa nokkrum ungl-
ingum í Lawndale. Á tveim mánuð-
um tókst þeim aðeins að finna stop-
ula og lélega vinnu handa 5—6
unglingum. Atvinnurekendur höfðu
rekið sig á það, að piltarnir, sem
gefizt höfðu upp á gagnfræðaskóla-
námi, voru óáreiðanlegir og nei-
kvæðir. Og því sáu þeir enga
ástæðu til þess að treysta meðmæl-
um Als.
Johnson gerði sér brátt grein
fyrir því, að það þurfti að taka
þetta allt öðrum tökum. Hann
ræddi þetta við félagsráðgjafa,
framfærsluskrifstofur og kaupsýslu-
menn og aðra atvinnurekendur.