Úrval - 01.06.1970, Side 103
ÞÉR TEKST ÞAÐ, VINUR!
101
Thomas J. Curtin, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Sears Roebuck
K.FiU.M. í Lawndale, sem er nú
eftirlitsmaður á vegum K.F.U.M. í
hverfinu, hefur þetta að segja um
starf Als: „f augum Als er piltur
ekki mishepnaður, þótt hann hafi
beðið ósigur. Hann heldur áfram að
grafa eftir því jákvæða, sem piltur-
inn býr yfir, þangað til pilturinn
getur loks með sanni sagt: „Já, já,
ég get það!“ Piltarnir dást að hon-
um, vegna þess að þeir geta séð
það svart á hvítu, hvað orðið hefur
úr honum, hvernig honum hefur
tekizt að lifa lífinu, og vegna þess
að þeir vita, að hann hefur aldrei
hætt að vera einn af þeim.“
„HVAÐ ÆTLAST ÞESSIR GÆJAR
FYRIR?“
Árið 1961 tók framkvæmdastjór-
um hjá Illinois Bell Telephone-fé-
laginu að berast fyrirspurnir um
einn af starfsmönnunum, Johnson
að nafni, sem farinn væri að hafa
talsverð áhrif á líf manna í Lawn-
dalehverfinu. Eftir að þeir höfðu
athugað málið, gátu þeir ekki sagt
annað en, að hann væri reyndar
ein af 36.000 starfsmönnum félags-
ins. Jú, þeir gátu líka upplýst, að
hann væri húsvörður hjá því. En
þeir voru reyndar margir, húsverð-
irnir. En þeir gerðu sér brátt grein
fyrir því, að væri húsvörður svona
leikinn í að fást við fólk, þá ætti
hann skilið starf, sem hæfði þess-
um hæfileikum hans betur en hús-
varðarstarfið. Clark Taylor, sem
var þá yfirútbreiðslumálastjóri fyr-
irtækisins, bauð Johnson í hádegis-
verð.
A1 hafði ekki hugmynd um, hver
væri ástæða þessa boðs. „Snertir
þetta eitthvað fyrirtækið?“ spurði
hann.
„Já.“
„Ja, ég er nú á næturvakt,“ svar-
aði A1 þá. „Ef ég kem í hádegis-
verð, býst ég við, að ég fái þá
greidda eftirvinnu fyrir það?“ Hann
hafði alveg ósjálfrátt gripið til þess
lögmáls, sem hann hafði lært í fá-
tækrahverfinu í uppvexti sínum:
„Þú færð ekki neitt ókeypis.“ Tay-
lor varð hissa, en svaraði brátt:
„Auðvitað."
Taylor og aðrir framámenn Illi-
nois Bell Telephone-félagsins hlust-
uðu með athygli á Johnson, er hann