Úrval - 01.06.1970, Page 104
102
ÚRVAL
útskýrði fyrir þeim við hádegis-
verðinn, hvað hann væri að reyna
að gera í Lawndalehverfinu. „Vand-
inn er að ná til unga fólksins,“ sagði
hann. „Það mun stjórna þessu landi
eftir 15 til 20 ár, og ég trúi á það.
í Vesturbænum hef ég rekizt á
margra unglinga, sem eru fáfróðir
en mjög vel gefnir. Við verðum að
finna þessa hæfileika, viðurkenna
þá og notfæra okkur þá.“
Það vildi svo vel til, að afstaða
Als var jafnframt afstaða félagsins
í þessu efni. James A. Cook, sem
var þá forstjóri Illinois Bell Telep-
hone-félagsins og formaður borgar-
nefndarinnar, sem fjallaði um af-
nám aðskilnaðarstefnu kynflokk-
anna í húsnæðismálum, hafði þetta
að segja: „Símafélagið á heima í
hverri götu í hverju hverfi, og á
okkur hvílir sú ábyrgð að vera góð-
ir nágrannar. Við kunnum vel við,
að fólkið, sem vinnur hjá okkur,
láti sig einhverju skipta umhverfi
sitt og hagi meðbræðra sinna. Þar
er ekki aðeins um það að ræða að
uppfylla skyldur sínar sem góður
borgari, heldur er þetta líka „hag-
kvæmf“ viðskiptalega séð.“
A1 var boðin ný staða hjá félag-
inu með tvöföldum launum. John
Trutter, sem er nú aðstoðarfram-
kvæmdastjóri upplýsingadeildar fé-
lagsins, lýsti þessu nýja starfi Als
með eftirfarandi orðum: „Þú átt að
halda áfram því félagslega starfi,
sem þú vinnur núna, og finna nýjar
leiðir til þess að gera félaginu kleift
að hjálpa hverfinu og íbúum þess.“
A1 gat ekki trúað því fyrst í stað,
að þetta væri raunverulegt. „Hvað
ætlast þessir gæjar fyrir?“ spurði
hann Annette. „Auðvitað vil ég
heldur starfa að beinum tengslum
við fólk en að dragast með upp-
þvottafötu og gólfskrúbb. En hvers
vegna skyldu þeir vilja borga mér
fyrir það, sem ég hef unun af að
gera?“
En þessi efi hans hvarf fljótlega,
eftir að hann hafði tekið við þessu
nýja starfi sínu. A1 gat nú eytt
miklu meiri tíma í námskeiðin en
áður. Þeir, sem störfuðu við nám-
skeið þessi, höfðu komizt að því,
er þeir unnu að því að þjálfa ungt
fólk til þess að standa sig á vinnu-
markaðinum, að það háði mörgum
nemendum mjög mikið, hversu lé-
legir þeir voru í lestri og skrift.
Árið 1962 útskýrði Johnson og
nokkrir samstarfsmenn hans þetta
vandamál fyrir háskólastúdentum
við Northwesternháskólann og aðra
háskóla í borginni. Hundruð þeirra
gáfu sig þá fram sem sjálfboðaliða.
Þeir buðust til þess að koma til
Lawndale tvö kvöld í viku til þess
að kenna piltunum, sem gefizt
höfðu upp við gagnfræðaskólanám-
ið.
Um 1300 ungir piltar og stúlkur
hafa lokið þessum námskeiðum, og
um 1100 þeirra fengu fasta vinnu.
Einn þessara nemenda er nú fram-
kvæmdastjóri veitingahúss, annar á
blaðadreifingarfyrirtæki. Aðrir
vinna sem þjónar, bifvélavirkjar,
viðgerðarmenn, vörubílstjórar, mat-
sveinar, sölumenn og afgreiðslu-
menn. Um 125 þátttakendur ákváðu
að leita sér ekki að vinnu að sinni.
Þeir viðurkenndu, að þeir hefðu
þörf fyrir meiri menntun, og fóru
aftur í skóla.