Úrval - 01.06.1970, Page 111

Úrval - 01.06.1970, Page 111
109 ÞER TEKST ÞAÐ, VINUR! fólk, sem er í góðri vinnu og hefur efni á að búa sig upp á við slík tækifæri. Það er ekki þetta fólk, sem skapar þessi vandræði“. „Dettur þér nokkurt ráð í hug“? „Já, já. Við skulum halda þá beztu rock- ‘n‘-roll- hljómleika, sem nokkurn tíma hafa verið haldn- ir í Vesturbænum". Á hljómleikum þessum komu að- eins fram atvinnumenn. Og voru þeir mikið auglýstir. Ýmis félaga- samtök og meðlimir óaldarflokka útbýttu miðum. Og daginn, sem hljómleikana skyldi halda, troð- fylltist Miðgarðsbíóið algerlega, en það er stærsta bíóið í Lawndale- hverfinu. Þar voru hvorki meira né minna en 1400 börn og unglingar og 261 fullorðinn. Símalagningar- og símaviðgerðarmenn gengu um í anddyrinu, klæddir vinnufötum, og útbýttu rjómaís og töluðu við krakkana. A1 átti viðtöl við starfsmenn símafélagsins uppi á leiksviði í hlé- um. Þegar einn strákur meðal áheyrenda varð leiður og fór að hafa hátt, sagði A1 bara: „Taktu það rólega, vinur! Þetta er ókeyp- is sýning, svo að þú verður lika að hlusta á auglýsingarnar alveg eins og í sjónvarpinu. Hljómsveitirnar eru ekki alveg búnar að „spila út“.“ Viðgerðarmaður einn gekk nú upp á leiksviðið. „Heyrið þið, krakkar," sagði hann, „ég er bara að reyna að vinna fyrir mér, eins og þið verðið einhvern tíma að gera. Hvernig haldið þið, að kon- unni minni og börnunum liði, ef verkstjórinn minn hringdi heim einhvern daginn og segði þeim, að ég væri á sjúkrahúsi að láta sauma saman höfuðskurð?“ Það varð löng þögn í bíóinu, þegar „orðsending- in“ komst á leiðarenda. Næst talaði A1 um skemmdar- verk þau, sem unnin væru á síma- tækjum og símaklefum. „Hvernig færi, ef einhver í fjölskyldu ykkar yrði veikur og þið þyrftuð að hringja í hvelli. Þið munduð þá hlaupa niður í anddyri. Jú, þarna er síminn svo sem . . . það er að segja bara símalínan . . . því að það er búið að rífa símann sjálfan burt. Þessir menn hérna uppi á leiksvið- inu eru nágrannar ykkar. Þeir eru bara að reyna að vinna fyrir sér og sínum, og þeir leysa af hendi gott starf. Þið skuluð ekki gera þeim þetta alltof erfitt. Hvernig væri nú að veifa til þeirra og kalla „halló“, þegar þeir aka framhjá ykkur í litlu grænu símabílunum sínum?“ Það var einmitt þetta, sem átti eftir að gerast æ ofan í æ. Krakkar og unglingar byrjuðu að veifa til símamannanna í grænu bílunum. Og á næstu 5 mánuðum eftir þessa hljómleika var aðeins um að ræða fimm árásir á símamenn eða skemmdarverk á símum og síma- klefum í hverfi þessu. Þetta var al- gert met. HÓLMGÖNGUÁSKOKUN A1 starfar aðallega meðal blökku- fólksins í Lawndalehverfinu, en stundum gætir áhrifa hins sterka persónuleika hans langt út fyrir endimörk þess. Eina helgina, þegar hann átti alveg frí aldrei þessu vant, fór hann í ökuferð með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.