Úrval - 01.06.1970, Page 112

Úrval - 01.06.1970, Page 112
110 ÚRVAL drengjunum sínum tveim. í einu hverfi hvítra manna var bíl ekið fast upp að bíl hans. í honum voru 5 hvítir unglingar. Þeir helltu ókvæðisorðum yfir Al, neyddu hann til þess að stöðva bílinn með því að aka í veg fyrir hann og skoruðu á hann að berjast við sig. Hefði Johnson verið einn, hefði hann fundið eitthvert ráð til þess að komast hjá átökum. En honum fannst það ofboðslegt, að synir hans höfðu neyðzt til þess að hlusta á móðganir hvítu piltanna, og hann vissi, að litlu drengirnir hans voru hræddir. Honum fannst því, að hann yrði að taka hólmgönguáskor- uninni þeirra vegna. Hann skrifaði hjá sér bílnúmer- ið og steig út á götuna. Piltarnir fimm nálguðust hann allir. Þegar einn þeirra var kominn nógu ná- lægt, réðst A1 skyndilega á hann og sparkaði í annan fótinn á hon- um. Hinir piltarnir hikuðu þá við, en svo hlupu þeir inn í bílinn og óku burt, þegar A1 nálgaðist þá. A1 bað lögregluna að hafa uppi á piltum þessum og láta þá koma niður á stöð. Viku seinna voru pilt- arnir mættir þar, en nú voru þeir hvorki mannalegir né ógnandi út- lits. Þeir voru snyrtilega klæddir, og mæður þeirra voru með þeim. Yfirlögregluþjónninn spurði: „Ætlið þér að bera fram formlega ákæru, herra Johnson?" „Eg vildi gjarnan mega spyrja þá nokkurra spurninga fyrst,“ sagði Al. „Ég vil ekki, að þeir komist á sakaskrá lögreglunnar, ef unnt er að komast hjá því.“ Hann sneri sér að piltunum. Höfðu þeir nokkurn tíma kynnzt blökkumanni? Höfðu þeir nokkurn tíma komið á heimili blökkumanns? Þeir svöruðu báðum þessum spurn- inum neitandi. Þá sagði A1 við yfirlögregluþjón- inn: „Ég skal ekki bera fram form- lega ákæru á hendur þessum pilt- um, ef þið veitið mér yfirráðarétt yfir þeim einn dag, svo að þeir geti séð, hvernig lífi ég og fjölskylda mín lifir.“ Næsta laugardag komu allir pilt- arnir því samkvæmt skipun heim til Als. Þeir gengu um negrahverf- ið með honum og töluðu við vini hans á útiþrepum leiguhjallanna. Þeir ræddu um skóla, borgararétt- indi, fátækrahverfi blökkufólksins og algenga, steinrunna fordóma gagnvart blökkufólki. Tveir kraftalegir risar gengu framhjá þeim, og kinkuðu þeir kolli til Als í kveðjuskyni. Johnson sagði við þá: „Heilsið upp á piltana hérna. Vitið þið, hvernig við kynnt- umst? Ég var að aka með strák- unum mínum í bílnum, og þeir kölluðu mig skítugan negrahóru- unga.“ Negrarnir kipruðu skyndilega saman augun, og piltarnir einblíndu á gangstéttina við fætur sér. Þeir voru orðnir eldrauðir í framan. „En það er nú allt saman búið,“ sagði Al. „Nú erum við orðnir vinir. Þeir þekktu okkur bara ekki, en nú eru þeir að kynnast því, hvers konar fólk við erum.“ Piltarnir borðuðu kvöldmat heima hjá A1 um kvöldið og ræddu þá um allt milli himins og jarðar, allt frá íþróttum til ástandsins í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.