Úrval - 01.06.1970, Síða 112
110
ÚRVAL
drengjunum sínum tveim. í einu
hverfi hvítra manna var bíl ekið
fast upp að bíl hans. í honum voru
5 hvítir unglingar. Þeir helltu
ókvæðisorðum yfir Al, neyddu
hann til þess að stöðva bílinn með
því að aka í veg fyrir hann og
skoruðu á hann að berjast við sig.
Hefði Johnson verið einn, hefði
hann fundið eitthvert ráð til þess
að komast hjá átökum. En honum
fannst það ofboðslegt, að synir
hans höfðu neyðzt til þess að hlusta
á móðganir hvítu piltanna, og hann
vissi, að litlu drengirnir hans voru
hræddir. Honum fannst því, að
hann yrði að taka hólmgönguáskor-
uninni þeirra vegna.
Hann skrifaði hjá sér bílnúmer-
ið og steig út á götuna. Piltarnir
fimm nálguðust hann allir. Þegar
einn þeirra var kominn nógu ná-
lægt, réðst A1 skyndilega á hann
og sparkaði í annan fótinn á hon-
um. Hinir piltarnir hikuðu þá við,
en svo hlupu þeir inn í bílinn og
óku burt, þegar A1 nálgaðist þá.
A1 bað lögregluna að hafa uppi
á piltum þessum og láta þá koma
niður á stöð. Viku seinna voru pilt-
arnir mættir þar, en nú voru þeir
hvorki mannalegir né ógnandi út-
lits. Þeir voru snyrtilega klæddir,
og mæður þeirra voru með þeim.
Yfirlögregluþjónninn spurði:
„Ætlið þér að bera fram formlega
ákæru, herra Johnson?"
„Eg vildi gjarnan mega spyrja þá
nokkurra spurninga fyrst,“ sagði
Al. „Ég vil ekki, að þeir komist á
sakaskrá lögreglunnar, ef unnt er
að komast hjá því.“
Hann sneri sér að piltunum.
Höfðu þeir nokkurn tíma kynnzt
blökkumanni? Höfðu þeir nokkurn
tíma komið á heimili blökkumanns?
Þeir svöruðu báðum þessum spurn-
inum neitandi.
Þá sagði A1 við yfirlögregluþjón-
inn: „Ég skal ekki bera fram form-
lega ákæru á hendur þessum pilt-
um, ef þið veitið mér yfirráðarétt
yfir þeim einn dag, svo að þeir geti
séð, hvernig lífi ég og fjölskylda
mín lifir.“
Næsta laugardag komu allir pilt-
arnir því samkvæmt skipun heim
til Als. Þeir gengu um negrahverf-
ið með honum og töluðu við vini
hans á útiþrepum leiguhjallanna.
Þeir ræddu um skóla, borgararétt-
indi, fátækrahverfi blökkufólksins
og algenga, steinrunna fordóma
gagnvart blökkufólki.
Tveir kraftalegir risar gengu
framhjá þeim, og kinkuðu þeir kolli
til Als í kveðjuskyni. Johnson sagði
við þá: „Heilsið upp á piltana
hérna. Vitið þið, hvernig við kynnt-
umst? Ég var að aka með strák-
unum mínum í bílnum, og þeir
kölluðu mig skítugan negrahóru-
unga.“
Negrarnir kipruðu skyndilega
saman augun, og piltarnir einblíndu
á gangstéttina við fætur sér. Þeir
voru orðnir eldrauðir í framan. „En
það er nú allt saman búið,“ sagði
Al. „Nú erum við orðnir vinir. Þeir
þekktu okkur bara ekki, en nú eru
þeir að kynnast því, hvers konar
fólk við erum.“
Piltarnir borðuðu kvöldmat
heima hjá A1 um kvöldið og ræddu
þá um allt milli himins og jarðar,
allt frá íþróttum til ástandsins í