Úrval - 01.06.1970, Side 113
111
ÞER TEKST ÞAÐ, VINUR!
kynþáttamálum og spennunnar,
sem ríkir í skiptum hvítra manna
og svartra. Atvikið, sem orðið hafði
til þess, að þeir kynntust, bar fljótt
á góma í viðræðum þessum.
„Ég er ánægður yfir því, að þetta
kom fyrir,“ sagði Al. „Hefðuð þið
hitt einhvern annan, hefði hann
kannske verið meiddur eða hann
hefði meitt ykkur þess í stað. En
þegar þið æpið að einhverjum næst,
skuluð þið fyrst ganga úr skugga
um, að þið vitið, að hverjum þið
eruð að æpa.“
Einn piltann sagði rólega: „Eg
ætla ekki að æpa framar, herra
Johnson." Þegar þeir kvöddu
nokkru síðar, sneri einn pilturinn
sér að Johnson og sagði: „Mér þætti
gaman að mega koma í heimsókn
aftur.“
„Hvenær sem er, vinur,“ svaraði
Al. „Hvenær sem er.“
ÞRÁIN, SEM BÝR AÐ BAKI
GREMJUNNI
„Eg trúi skilyrðislaust á snert-
ingu og tengsl manna á milli. Menn
eiga að skiptast á skoðunum,“ seg-
ir Al. „Margs konar hleypidómar
mundu einfaldlega gufa upp, ef
unnt yrði að skapa fleiri og beinni
tengsl manna á meðal.“
Sú mannlega ummyndun, sem A1
vinnur að, er ummyndun hugar-
farsins og hjartalagsins, sem tekur
til allra þátta mannlegs lífs. Þar er
ekki um að ræða áþreifanlega heild,
sem hægt er að mæla með nákvæm-
um, afmörkuðum mælikvarða. En
áhrifin eru samt öllum sýnileg.
George T. Smis, lögreglustjóri á
Fillmorelögreglustöðinni í Vestur-
bænum í Chicago, hefur þessi orð
að mæla: „Það, sem A1 gerði, bar
ávöxt. Nokkrum tegundum afbrota
fór fækkandi einmitt vegna starf-
semi hans í hverfinu. Eitt sinn voru
20.000 unglingar í þessum óoldar-
flokkum. En nú hafa þeir misst
eyðileggingarmátt sinn að miklu
leyti. Margir af eldri piltunum hafa
yfirgefið þá, vegna þess að þeir
eygja nú einhverja von um bjarta
framtíð. Þegar þeir kynntust Al, þá
kynntust þeir manni, sem gat orð-
ið þeim fyrirmynd og tákn, og þessi
fyrirmynd, þetta tákn minnir þá á,
að það sé vissulega til undankomu-
leið. Ég vildi, að við ættum þús-
und slíka menn hérna.“
Og A1 er einmitt að láta þessa
ósk rætast í bókstaflegum skilningi.
Nú stjórnar hann þeirri deild inn-
an símafélagsins, sem snertir tengsl
þess við umhverfið og íbúa þess.
Hann hefur nána samvinnu við
leiðtoga ýmissa samtaka, sem vinna
að framförum á ýmsum sviðum í
Lawndalehverfinu og víðar. Og
hann miðlar þeim af þekkingu
sinni á því, hvernig reyna skuli að
leysa hin mannlegu vandamál
borgarstrætanna.
James W. Cook, sem hefur ver-
ið forstjóri Illinois Bell símafélags-
ins einmitt á því tímabili, er A1
vann sig upp úr ræstingar- og hús-
varðarstarfi upp í framkvæmda-
stjórastöðu, mælir á þessa leið: „A1
Johnson hjálpar okkur til þess að
skilja negrahverfið og íbúa þess.
Það er eins mikið mark tekið á
honum meðal iðnjöfra og meðal
meðlima unglingaóaldarflokkanna í
negrahverfunum. Hann er að vinna