Úrval - 01.06.1970, Síða 114
112
ÚRVAL
að lausn hinna erfiðustu vandamála
. . . og hann nær árangri."
„Enginn okkar breyttist á svip-
stundu . . . eða jafnvel einum mán-
uði,“ viðurkennir Bob Neely, sem
nú er meðlimur „4. þáttar-félags-
ins“ og ráðgjafi í vinnuþjálfunar-
skóla pilta í Chicago. „Það tók
okkur mörg ár að breytast, en A1
sleppti ekki af okkur hendinni.
Hann gaf okkur aldrei þrjú tæki-
færi og sagði svo: „Jæja þá, þá er-
um við skildir að skiptum!" Hann
gaf okkur 17, 18 og 19 tækifæri.“
Og hvað segir A1 sjálfur um þetta
allt saman? „Úg held ekki, að ég
hafi nokkurn tíma hjálpað neinum
í raun og veru,“ segir hann. Hann
segir þetta ekki til þess að virðast
vera lítillátur, heldur í fyllstu ein-
lægni. „É'g hef bara reynt að fá
unglingana til þess að hjálpa sér
sjálfir."
Þetta er kjarninn í þeirri lífs-
speki, sem A1 Johnson hagar lífi
sínu eftir. Grundvöllur þeirrar lífs-
speki er skilyrðislaus trú á þrána
eftir heiðarlegu, mannsæmandi lífi,
sem leynist að baki þeirrar gremju
og ofbeldishneigðar og þess von-
leysis, sem barn negrahverfisins er
haldið. Þetta er trú, er A1 hefur
lýst með orðum, sem eru eins kon-
ar sæluboði nútímans: „Þér tekst
það, vinur!"
☆
Læknirinn, sem kenndi okkur læknanemunum notkun ihlustunarpíp-
unnar fyrsta árið i læknaskólanum, sagði okkiur eitt sinn frá iþvi, hvað
fyrir hafði komið, er hann hafði verið að kenna öðrum hóp hið sama
nokkrum árum áður.
Fyrst var þeim kennt að greina á milli mismunandi tilbrigða eðlilegs
hjartsláttar. Þegar þeir höfðu fengið nægilega þjálfun í slífcu, var farið
með þá á stofugang, svo að þeir gætu kynnzt þar hinum sérstöku
hljóðum, sem gölluð eða sjúk hjörtu gefa frá sér.
Fyrsti sjúklingurinn, sem þeir áttu að hiusta, var unaðsfögur, ljós-
hærð stúlka. Það virtist ekkert á hana fá, þótt -aillir læknanemarnir
ættu að hl-usta -hana, en þeir virtust aftur á móti leggja sig alla freim til
þess að koma sér í m-júkinn h-já henni og „koma sem bezt fyrir" í
hennar augum. Fyrsti læknaneminn nálgaðist -hana rólegur í bragði,
lagði hlustunarpípuna á brjóst henni og tók til að hlusta af mikilli
ákefð. Það ríkt.i dauðakyrrð í sjúkr-astofunni. Ljósbærða fegurðardisin
hikaði sem snöggvast, en svo lei-t hún í augu honum full samúðar.
Hún teygði handleggina síðan upp og þrýsti endum hlustunarpipunnar
blíðlega inn í hlustir læknanemans.
David P. Hartley.