Úrval - 01.06.1970, Side 116

Úrval - 01.06.1970, Side 116
114 ÚRVAL haldslífinu og sambandi okkar við það, kynni enn ein heimsmynd að verða til og flestum líklegri til að gjörbreyta viðhorfi mannkynsins til lífsins hér á jörð — í fegurðarátt. Ef gengið er út frá því, að fólk með dulargáfur, sem kallað er, geti læknað líkamlega sjúkdóma manna, hversu líklegt er þá ekki, að marg- ir venjulegir menn geti einnig lækn- að sjúka, ef þeir leggjast á eitt og sameina andlega orku sína? Því svonefndar dulargáfur búa senni- lega með hverjum heilbrigðum manni, eða andleg orka, hversu sem menn vilja skilgreina hana. En þessi spurning hefur oft komið í huga minn. Þegar svo fréttir bárust af því, að hafin væri einhvers konar starf- semi í þessa átt, bæði hér á Akur- eyri og sunnan fjalla, er eingöngu byggðist á því, að hjálpa fólki með krafti bænarinnar og að þar væru litlir starfshópar að verki og árang- ur undraverður, leitaði ég frétta hjá Ólafi Tryggvasyni huglækni á Akureyri. En hann er kunnur fyrir lækningar sínar og þykir maður kröftugur í andanum. — Hinir dulrænu hæfileikar fólks eru skilgreindir? — Já, talað er um dulskyggni, dulheyrn, forspár, framsýnir. Svo er miðilsgáfan. Menn geta afhent öðrum efnislíkamann til afnota og talað tungum, fjarskyggni og hlut- skyggni er einnig nokkuð algengir hæfileikar. Ofar þessu öllu er e. t. v. innsæið, sem er einn merkilegasti eðlisþáttur mannsins og lífsnauðsyn er að þroska. En innsæi fellst í dýpri skynjun á einingu alls lífs og innri úrkostum mannsandans. — Hvað viltu segja um orku mannsandans? — Hún er ekki mjög mikið könn- uð ennþá, en hún er eflaust miklu meiri en mennina hefur nokkru sinni dreymt um. Orkan er stór- furðuleg þegar menn beita henni til góðs og helzt nokkrir saman. Þegar hugur margra manna stefnir að því sama og ekkert er þar að baki nema góðleikinn gerast furðu- legir hlutir. Maðurinn er í eðli sínu góður. Þegar hann leggur sig allra- mest fram til að gera eitthvað gott, verður orka hans mest. Mað- urinn á rætur í einhverri upp- sprettu, óendanlegri og göfugri, sem verður honum aflgjafi. — Margir einstaklingar hér á landi hafa helgað sig því starfi, að beita andlegri orku sinni til hug- lækninga? — Fleiri en almenningur veit um, en um allmarga er kunnugt, þar sem um þá hefur verið ritað. Mátt- ugir menn í andanum, hafa alltaf verið til og eru ennþá. Eins og Biblían ber með sér, voru hinir upphaflegu lærisveinar Krists, menn með dulræna hæfileika og þroskuðu þá undir handleiðslu hans, enda gerðu þeir andleg kraftaverk, miklu fleiri en postularnir tólf. Margir eiga neistann án þess að þroska hann. „Það dularfulla eitt er frjótt,“ hafa gáfuðustu og menntuðustu menn látið sér um munn fara. — Út frá huglækningum ein- stakra manna er nú hafi ný starf- semi? — Rétt er það, að nokkrir starfs- hópar hafa verið skipulagðir, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.