Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 118
116
ÚRVAL
góður, að hann getur notað rétt og
slétt alþýðufólk til þess, að gera
kraftaverk, þar á meðal takmark-
aða menn eins og mig. Guði hefur
ekki farið aftur síðan Jesús þakk-
aði honum fyrir verk smælingj-
anna sjötíu, er hann sendi út um
byggð og borgir til þess að boða
guðsríkið með því að lækna sjúka
og gjöra önnur kraftaverk. —En
auðvitað verða menn að kunna skil
á vissum hlutum og fyrirbærum.
Svo er það einsætt á þessum starfs-
vangi sérstaklega, að ofmeta ekki
sjálfan sig né láta yfir sér. „Ætla
eigi, að þú sért öðrum betri, svo að
þú verðir ekki minni fyrir Guði.“
Sjáandinn taldi það ekki til dygða
að álíta sjálfan sig góðan, en aðra
vonda. Enda einkennist þetta um-
rædda áhugafólk af hógværð og
hjartans lítillæti. Það er ekki
„skriftlært“.
— Þú talar um kraftaverk.
— Já, alveg ófeiminn. Það er
reynsla fjölda manns, að þau ger-
ast víðsvegar um heim, og eigi síð-
ur hér á landi en annars staðar,
þótt margir berji höfðinu við stein-
inn.
— Hvernig fara þessar helgi- eða
bænastundir fram?
— Öll andleg iðja finnur sér ein-
hver form. En form tilbeiðslunnar
skipta ekki máli, heldur kærleiks-
andinn að baki beim. Þessi starf-
semi er í fyrsta lagi tilbeiðsla og
einbeiting, sem fer fram í þögn að
mestu leyti, samkvæmt fáum ein-
földum sálfræðilegum reglum, sem
allir viðstaddir tileinka sér. Stund-
in hefst með ákveðnum máttarorð-
um og henni er slitið með öðrum
máttarorðum. Öll máttarorðin höf-
um við úr Nýjatestamenntinu. —
Hugurinn fer víða og er fljótur í
ferðum. Fjarhrif eru alkunn og vís-
indalega viðurkennd. Það er góð-
verk að rétta bágstöddum manni
efnislegar gjafir, og sýna honum
samúð í orðum. En hitt getur reynzt
enn heilladrýgra að vitja hans í
einrúmi, í andanum einum og hafa
yfir honum undursamlegustu orð
tungunnar og umvefja hann ljósi, í
djúpri þögn. Þessi sjálfboðavinna er
sjálfskylduraun. Þannig verða vel-
viljaðir menn og víðsýnir, sem
ástunda slíka góðgirni — með tím-
anum góðir.
— Afstaða almennings til slíkra
mála?
— Hún sýnir auðvitað ýmsar
hliðar eins og áður, en þó virðist
andstaðan þverrandi, og margt ungt
fólk hefur áhuga á að kynna sér
þessi mál.
Ég hygg að allir vitibornir menn,
sem ástunda andlega iðju, stefni að
sama marki. Og það ætti að vera
öllum ljóst, að sérhver, sem lætur
sér koma til hugar að ganga á fund
Guðs síns — hlýtur að leggja af
stað, þar sem hann er staddur, en
alls ekki frá einhverjum öðrum
stað, þar sem hann er ekki stadd-
ur. Og þess vegna er útilokað að
allir fari sömu leiðina.
í öðru lagi er það ekki sjálfsagt,
að allir velji sömu leið, þótt stadd-
ir séu á sama stað. Þrír náungar
ættu að geta verið allgóðir félagar,
þótt þeir velji ekki allir sömu leið-
ina á ferð og flugi. Einn fljúgi til
höfuðstaðarins, annar aki vestur og
suður um sveitir, og sá þriðji fari