Úrval - 01.06.1970, Page 122

Úrval - 01.06.1970, Page 122
120 ÚRVAL drottningar og eru sumar myndir þeirra spænskkyn.jaðar, svo sem myndin af kastalanum og váboðan- um, og eins myndin af siglinga- kvaðrantinum og krossstafnum og síðan þessi áletrun: I grennd við þennan stað er jarð- settur líkami Sir Vilhjálms Phips, riddara, sem á árinu 1687 af mikilli elju, uppgötvaði milli tveggia kletta, í nánd við Bahama og norðurströnd Hispaniola, spánskt herskip, sem hefur legið á sjávarbotni í 44 ár. Úr þessu skipi tók hann gull og silf- ur að verðmæti £300.000 Sterling og af hollustu, sem var honum eig- inleg og einkenndi alla hegðun hans, sigldi hann með þetta allt til London, þar sem því var skipt öllu milli hans og annarra, sem að þessum ævintýraleiðangri stóðu. Fyrir þetta mikla þjónustuverk sló James kóngur annar hann til riddara, og að ósk mikilshluta íbú- anna í Nýia-Englandi, varð hann landssti óri Massachusettnýlendunn- ar og gegndi því embætti til dauða- dags. Hann dreifði fjármunum sín- um landi sínu til velferðar, og lét það sitja í fyrirrúmi fyrir sínum eigin hagsmunum og hlaut fyrir það virðingu allra góðra manna. Hann dó þann 18 febrúar 1695.“ Þrátt fyrir þessa áletrun, segir í bæklingí, sem út var gefinn 1955 af St. Mary kirkjunni: „Leyndardómur hjúpar grafreit Sir Vilhiálms Phips, landstjóra í Massachusettsnýlendunni, en hann uppgötvaði 1687 spánskan fjársjóð, sm bæði hann og krúnan urðu auð- ug á. Legsteinn hans og grafskriftin á honum er ýtarlega lýst í bókum, jafnvel frá seinni hluta nítjándu aldar, en það sést ekki lengur tang- ur né tetur eftir af þessum minnis- varða og þar með hefur týnzt að sumra dómi sönnun fyrir því, hvort vænta megi meiri fjársjóðs neðan- sjávar á þessum slóðum.“ Við skulum nú bregða okkur aft- ur til sautjándu aldarinnar og stað- næmast á þeim iandrima, sem lam- inn er af hinu illviðrasama Karab- iskahafi. Þetta var h:n fræga strönd, sem þar sem hver míla lands átti sér sögu og er jafnvel enn í dag hulin leyndardómi og rómantík, baráttu og einræði. Þetta er haf hinnar Gömlu Hispanióla. Hér var það, haustið 1643, sem spánskur her- skipafloti hlaðinn fjársjóðum frá Panama, Vera Cruz, Margarita, Col- umbia, Venezuela og öðrum ríkum hafnarborgum á ströndum spönsku nýlendunnar, safnaðist saman í h:nni litlu höfn Puerto Plata, sem þá hét Port de la Plata og er á norðurströnd þess ríkis, sem nú heitir Dóminanska lýðveldið. Sextán spánskir gallíasar, mynduðu þennan flota og þeir voru fullhlaðnir gulli, silfri, gimsteinum, perlum, mynt og skrauti, sem rænt hafði verið úr fornum Inkamusterum og ölturum þeirra og gröfum — og þessir fjár- sjóðir allir lögðu sig á nærri 21 milljón dollara. f fylgd og til vernd- ar voru tvö herskip þungvopnuð. Þessi floti var á leið frá hinni auðugu spönsku nýlendu og áfanga- staðurinn var Cadix á Spáni. Tveimur dögum eftir að flotinn sigldi úr höfn í Púerto Plata, skall á hann ofsaveður — fellibylur, — Það var þann 16. nóvember 1643. Þetta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.