Úrval - 01.06.1970, Page 123

Úrval - 01.06.1970, Page 123
SKIPSTJÓRINN SEM LÉT SIG EKKI... 121 hafsvæði er þekkt fyrir fellibyli, sem engu eira, og hinir sextán reisu- legu gallísar með allt sitt dýrmæta góss hröktust upp á rifin á Ambro- giangrunninu fyrir sunnan Bahama- eyjuna næstum 100 sjómílur frá landi. Þar átti æðandi úthafsaldan auðveldan leik við þau og braut þau í spón. Hin gulnuðu og rykföllnu blöð í spánska ríkisskjalasafninu sýna þó, að einn gallíasinn hefur sloppið undan fellibylnum og eyðilegging- unni. Þetta var flaggskip flotans La Santissíma Trinidad (Hin blessaða þrenning). Löskuð og næstum ósjó- fær baksaði þetta skip inni í höfn- ina aftur og hinn harmislegni skip- stjóri þess og skelkaða skipshöfn skýrðu frá hinu mikla tjóni. Þarna lágu nú á sj ávarbotninum hinar ógæfusömu spönsku gallíasar, þar til lánleg tilviljun færði kap- teini einum af Nýja-Englandi heim sanninn um, hvar að minnsta kosti einn þeirra væri niður kominn. Þessi kapteinn var sjómaður sem var gæddur í ríkum mæli harð- neskju og skefjalausu hugrekki sjóræningjanna og víkinga þessa tíma, sem herjuðu einmitt þessi haf- svæði. Það var 2. febrúar 1651, átta árum eftir sjóslysið, sem lýst hefur verið, að í litlum bj álkakofabæ, Pemaquid (sem nú er Bristol) í Maine, fædd- ist tuttugasta og fjrrsta barn land- nemafjölskyldu, sem eignaðist alls tuttugu og sex börn. Hjónin, James og Marp Phips, voru fátæk og venjulegir innflytj endur frá Eng- landi. —• James, faðir Vilhjálms — hann hafði einnig verið tuttugasta og fyrsta barn sinnar foreldra — var byssusmiður. Hann hafði yfir- gefið gamla landið til að freista þess að bæta lífskjör sín í nýja heimin- um og hann hafði numið sér svo- litla landspildu, sem hann byggði sér bjálkakofa á, ruddi skóginn, plægði akur sinn og hafði nokkrar kindur. Vilhjálmur ólst upp sem fátækur sauðahirðir. Hann lifði við allt það harðrétti, sem hið nýja land bjó landnemum sínum, þar til hann var átján ára gamall. Hann ákvað þá að óhætt myndi að skilja búskapinn eftir í höndum sinna tuttugu bræðra og fimm systra og gerðist skipa- smíðalærlingur. Þegar hann hafði lokið námi sínu stundaði hann iðn sína í Boston og grennd, og á þessum árum kvænt- ist hann Mary Spencer Hull, dóttur Rogers Spencer skipstjóra, en hún var ekkja eftir John Hull, frægan skipasmið. Stuttu eftir að Vilhjálmur Phips kvæntist varð hann skipstjóri og réði fyrir slúppsiglara. Hann sigldi á Vestur-Indíur og flutti þangað þorsk og furu, en til baka sýróp og þræla eða þá að hann brá sér til Virginíu að sækja tóbak. Vilhjálm- ur Phips hafði hugsað sér að verða annað og meira en fátækur enskur skútuskipstjóri. Hann sagði konu sinni, að hann myndi áður en lyki ráða fyrir kóngsins skipi mönnuðu úrvalsfólki og betra en því, sem hann mátti sætta sig við að hafa á skútunni sinni og hann sagðist ætla að eignast fínt múrsteinshús í Grænugötu í Nýja Boston. f þessum fjölmörgu ferðum sín-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.