Úrval - 01.06.1970, Síða 126

Úrval - 01.06.1970, Síða 126
124 ÚRVAL um á þessum slóðum hitti ungi skipstjórinn oít sjómenn, sem víða höfðu flækzt, sem töluðu um skips- flök á sjávarbotni, sem full væru af gulli og gimsteinum. Á kránum við höfn;na í Boston barst honum til eyrna sagan um spönsku gallíásana, sem hlaðnir gulli brotnuðu í spón á þessu eða hinu rifinu fyrir sunnan Bahamaeyjar. Hann hlustaði með athygli á þessar frásagnir og sagði þær oft vinum sínum á sinn yfir- lætisfulla og óheflaða hátt. Hann lagði sig í framkrókna við að safna sögum og upplýsingum af þessu tagi, þar til hann þóttist vera orð- inn fær um að leggja upp í sína eigin fiársjóðsleit að fjársióðnum. Til þess að gera þennan draum sinn að veruleika, þurfti hann á að halda stóru skipi, vel vopnuðu og vel mönnuðu og fiárhagslegan stuðning. Hann sigldi yfir Atlants- haf:ð á skipi ekki ósvipuðu hol- lenzkri húkkortu (sem hér voru við íslandsstrendur á þessum tíma. Þýð.) — og ekki var þetta stutta og lyftingarmikla skip hans fyrr kom- ið yfir Themsárósa, en hann lét róa sér á land og byriaði að segia trölla- sögur af fjársjóðnum. Að dómi skip- stjórans varð maður, sem eitthvert kapp- og framgirni var í að slá hraustlega og hætta á fremstu nöf, og hann sneri sér því ekki til neinn- ar undirtyllu heldur beint til sjálfs kóngsins og bauð honum að gerast hluthafi í fyrirtækinu. Það reyndist ógerningur bæði fyrir lordana og þjóna þeirra, að flæma skipperinn burt frá Whitehall. Hann hélt áfram af eindæma þrjósku að bíða þar mánuð eftir mánuð eftir áheyrn hjá éónginum og þannig leið næstum ár. Loks var það eftir miklar króka- leiðir og mútur með aðstoð vina, sem skipstjórinn hafði aflað sér við hirðina, að honum tókst að ná á- heyrn Karls II. Hinn glaðlyndi kon- ungur hafði ekki aðeins gaman af þessari ævintýrasögu um gull og gimsteina, sem lægju í sokknum skipsskrokkum' spánska flotans, heldur fékk hann einnig áhuga fyr- ir leitinni. Hann reyndist síður en svo mótsnúinn því að efna til henn- ar, þó meira af sportmennsku en von um fjárhagslegan ágóða, þó að hann væri ekki vonlaus um hann líka. Karl kóngur afhenti Phips skipstjóra freigátuna Rose of Argier og gerði hann að flotakapteini. Frei- gátan var með átján fallbyssum og mönnuð níutíu og fimm hrottum. Á flóðinu aðfaranótt 24. sept. sigldi Rose of Argier frá London á leið til Boston vestanhafs. Þangað ætlaði skipstjórinn til að taka vistir áður en hann héldi suður til Bah- maeyjanna. Ferðin vestur yfir haf- ið gekk áfallalaust, og þegar vistir höfðu verið teknar í Boston hélt skipið þar úr höfn 15. janúar 1684 og kom til Old Providence á Bah- ama þann 9. febrúar og skipsmenn byrjuðu strax að leita þarna á grynningunum við Ambrogianrifin. Þeir leituðu viku eftir viku án þess að verða nokkurs varir af hinum spánska fjársjóðsflota. — Skips- höfnin gerðist óróleg og loks gerði hún uppreisn, en Phips bældi hana niður með harðri hendi og ákvað jafnframt að þýðingarlaust væri að halda áfram leitinni með hundó- ánægða skiphöfn, svo að hann sigldi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.