Úrval - 01.08.1971, Page 73

Úrval - 01.08.1971, Page 73
HVAÐ ERU SÁLFARIR? 71 svöruðu fyrri listanum, en 251 þeim síðari. Skýrslan, sem grein þessi er byggð á, er bví grundvölluð á skráð- um lýsingum þeirra karla og kvenna, sem fyrir reynslunni urðu, auk svaranna, sem þau gáfu við spurningalistum stofnunarinnar. Það var mjög mismunandi, hvað langt var liðið frá því, að þessi und- arlega reynsla hafði komið fyrir fólkið. f sumum tilfellum voru það mörg ár, en í öðrum aðeins nokkrir dagar. Þá voru 68% þeirra, sem fóru úr líkamanum, konur, en 32% karlar. Þessi mismunur sýnir alls ekki, að þessi reynsla sé algengari meðal kvenna, heldur aðeins, að þær eru viljugri að skýra frá henni. En hvað er þá þessi reynsla utan líkamans eða sálfarir, eins og hún er nefnd á íslenzku, að áliti sálfræð- ingsins Celiu Green? Sálfarir (ecso- matic experience) eru það, þegar sýnilegir hlutir eru séðir á þann hátt, að sjáandanum finnst hann horfa á þá úr sjónstöðu, sem ekki er bundin augum líkamans og lík- amanum, heldur hefur aðsetur sjón- skynjunarinnar flutzt út fyrir lík- amann. Prófessor H. H. Price, fyrr- verandi forseti brezka Sálarrann- sóknafélagsins segir, að sálfarir séu það, þegar manninum finnist hann horfa á sinn eigin líkama að utan, eins og um líkama einhvers annars manns sé að ræða. Sálfarir eiga sér stað við marg- víslegustu skilyrði. Kona ein var á gangi á götu í London, þegar hún losnaði um stund frá líkamanum. Hún segir: „Sg var mjög þreytt og þurfti stöðugt að brýna mig áfram við gönguna. Skyndilega heyrðist mér skellirnir frá skónum mínum eitthvað svo undarlegir, þegar þeir lömdust við gangstéttina, svo ég leit niður til að athuga hverju þetta sætti. En þegar ég horfði niður, vildi svo furðulega til, að vitund mín var ekki í líkamanum, heldur vissi ég af mér, þar sem ég sveif um á móts við þak Worcester kirkjunnar og horfði á sjálfa mig. Eg sá mig mjög greini- lega. Þetta var milt sumarkvöld og ég var léttklædd. Eg man, að ég hugsaði þá með mér: Jæja, svona lít ég út í augum annarra." Þetta er dæmi um þá tegund sál- fara, þegar líkami mannsins heldur áfram að starfa að því er virðist á eðlilegan hátt. En sálfarir geta einn- ig átt sér stað í svefni, eða þegar maðurinn er fullkomlega meðvit- undarlaus af völdum slyss eða svæf- ingar. Sálfarir hafa átt sér stað, þegar fólk er á gangi, eins og fyrrgreint dæmi sýnir, vinnur við garðyrkju eða heimilisstörf, ferðast eða þá þeg- ar það hvílir sig. Tólf prósent allra sálfaranna áttu sér stað í svefni, 32 prósent, þegar fólkið var meðvitundarlaust af völd- um lyfja eða annarra ástæðna. Og í slíkum tilfellum skýrðu margir frá því, að þeir hefðu fylgzt með að- gerðinni, sem gerð var á þeim, ef þeir voru svæfðir vegna uppskurð- ar, eða þeim atvikum, sem áttu sér stað í kringum meðvitundarlausa líkama þeirra. Hér er frásögn manns, sem lenti í bílslysi. „Þegar ég rankaði við mér, lá líkami minn á gólfinu í apótek- inu, en ég horfði á hann, þar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.