Úrval - 01.08.1971, Qupperneq 83

Úrval - 01.08.1971, Qupperneq 83
HVAÐ ERU SÁLFARIR? 81 Ef jarðlíkaminn fann til sársauka, meðan vitundin var utan hans, gat það hvorttveggja gerzt, að sársauk- inn hyrfi alveg eða hann væri skynjaður áfram, en þá á annan hátt. Stundum sögðust menn hafa vitað, að líkaminn væri þjáður, en samt hefðu þeir verið fullkomlega óháðir honum og sársaukanum. Hér er dæmi: „Ég sveif um uppi við loft herbergisins og horfði á manninn, sem lá þarna í rúminu og engdist sundur og saman. Ég vissi, að hann þjáðist mikið. Allt í einu rann það upp fyrir mér, að þetta var ég, sem lá þarna, og ég varð skelfingu lost- inn, þegar mér varð það ljóst.“ Langsamlega flestum fannst þeir ekki verða varir við neina vitund- arbreytingu, þegar þeir fóru út úr líkamanum og inn í hann aftur. Þeir voru allt í einu utan líkamans, áð- ur en þeir vissu af. Breytingin gerð- ist venjulega skyndilega og óvænt. Þegar sálfarir eiga sér stað í svefni finnst flestum þeir vakna við það, að vera allt í einu utan líkam- ans og horfa á hann sofandi. Þeir, sem iðka það að fara út úr líkamanum að vild sinni æfa fyrst líkamsslökun og hugræna einbeit- ingu, áður en þeim tekst það. Leggja þeir þá alla jafna áherzlu á, að jafn- vægi verði að hvíla yfir huga og tilfinningum. Líka sé nauðsynlegt að hafa hugann tóman. Flestum bar og saman um, að sameiningin við líkamann gerðist mjög hratt og skyndilega. Þá voru menn sammála um, að þeim hefði fundizt þeir hafa að- gang að margvíslegustu upplýsing- um og vitneskju, meðan þeir voru utan líkamans. Þeim fannst þeir jafnvel geta fengið svar við hvaða spurningu, sem var. Lýsingarnar voru meðal annars þessar: „Ég var líkamslaus vitund sem fannst hún vita allt og skilja allt.“ „Ég vissi, þurfti ekki að hugsa.“ „Svar fékkst við öllu, sem hugsað var um.“ Stundum fannst fólki það geta flutt vitund sína úr einum stað í annan. Kona ein sagði: „Ég gat séð í gegnum hluti, ekki með augunum, heldur með því að flytja vitund mína úr einum stað í annan eftir vild.“ „Það var hvorki sjónin né heyrnin, sem skipti máli, heldur til- finningin. Á broti úr sekúndu gat ég ferðazt milljónir mílna,“ sagði önnur og enn ein sagði: „Eina hugs- unin, sem komst að hjá mér var sú (en samt var það ekki raunveruleg hugsun), að ég gæti þotið um al- heiminn á augabragði." í nokkrum tilfellum sagðist fólk hafa fengið vitneskju um ýmislegt, sem það hefði ekki haft hugmynd um, áður en það fór sálförum og lík- aminn hefði ekki getað aflað með- an það var utan hans. Frásagnir um yfirskilvitlega skynjun eru algengastar í þeim til- vikum, þegar viðkomandi einstakl- ingur fór sálförum vegna slyss eða lá veikur á spítala. Það er við slík- ar kringumstæður, þegar umhverf- ið er honum framandi, að hann get- ur aflað upplýsinga sem hann vissi ekki áður um og hann skýrir síðar frá, er vitundin sameinast líkaman- um aftur. Eftirfarandi frásögn er einmitt dæmi um yfirskilvitlega skynjun. Konan, sem í hlut átti, virtist hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.