Úrval - 01.08.1971, Síða 96

Úrval - 01.08.1971, Síða 96
94 ÚRVAL viku sinnar vó hann og mat störfín og vinnuaðferðirnar í minnstu smá- atriðum. Og í fyrstu minnisbók hans getur að líta þessar setningar: „Ég ákvað að nota réttar hreyfingar, jafnvel þótt múrsteinninn yrði skakkur. Og yrði múrsteinninn svo raunverulega skakkur, rétti ég hann á eftir! En ég ætlaði samt ekki að venjast á að nota rangar hreyfing- ar.“ Hann hafði þannig skrifað hjá sér til minnis fyrstu boðorðin, sem gilda um athuganir og rannsóknir á hreyf- ingum og vinnuaðferðum, þ. e. vinnuhagræðingu. Frank þurfti öðru hverju að tefja sig á því að rétta skakka múrsteina og var því afkastaminnsti lærling- urinn í vinnunni í byrjun. En loks tókst honum að fullkomna lipurlegt og hratt hreyfingakerfi og þjálfa sig vel í því. f kerfi þessu notfærði hann sér hið bezta úr vinnutækni Toms. Og þegar hann hafði tileink- að sér þessa hæfni, þurfti hann ekki lengur að tefja sig á að rétta skakka múrsteina, því að þeir fyrirfundust ekki lengur. Hann uppgötvaði einnig, að hann gat hlaðið múrsteina miklu hraðar og með miklu minni fyrirhöfn, ef hræra og múrsteinar biðu tilbúin á palli, sem var í réttri vinnsluhæð, þannig að hann þyrfti ekki að beygja sig eða teygja mikið. Þarna voru ekki neinir pallar til þess að leggja slíkt á, og því útbjó hann sér sérstakan færanlegan vinnupall. Og þannig gat hann fækkað hreyfing- unum, sem þurfti til þess að leggja einn múrstein, úr 18 í 5. „Fjandirn hafi það, strákur, þú ert ekkert sniðugur," sagði Tom oft við hann. „Þú ert bara of latur til þess að beygja þig. Það er allt og sumt.“ Ári síðar var Frank orðinn fljót- asti múrarinn hjá verktakafyrirtæk- inu. Þá var hann aðeins 18 ára. Ætlazt var til, að múrari hlæði 175 múrsteina á klukkustund. En Frank hlóð 350 án teljandi fyrirhafnar. Whidden var ekki aðeins hrifinn af vinnuhraða Franks heldur einn- ig af því, hversu vel honum samdi við vinnufélagana. Og brátt fór hann að þjálfa hann í hverju starfinu af öðru, trésmíðum, pípulagningum, miðstöðvarlagningum, glerísetningu o. fl. Frank vann í samtals 50 sér- greinum byggingariðnaðarins. Og rétt fyrir 20. afmælisdaginn sinn var hann gerður að aðstoðarverk- stjóra. Og þegar hann varð 21 árs, var hann gerður að yfirverkstjóra. Þá hefði hann verið að ljúka prófi við tækniháskólann,. hefði hann haldið áfram námi. Nú gekk hann ekki lengur í samfestingi, heldur var hann nú í jakkafötum og með hálsbindi. Nú fór það að kvisast í bygging- ariðnaðinum, að þessi ungi maður, Gilbreth að nafni, þessi rauðhærði snillingur, sem var svo eldfljótur að hlaða múrsteina, hefði einnig lag á því að fá aðra til þess að ieggja meira af mörkum við vinnu sína. Aðferð hans var einfaldlega sú, að hann krafðist þess, að allir starfsmennirnir legðu þreytandi og óþarfar hreyfingar á hilluna, því að þær væru aðeins tíma- og orkusó- un. Enginn vissi það betur en hann, hvernig það var að vera stöðugt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.