Úrval - 01.08.1971, Blaðsíða 100

Úrval - 01.08.1971, Blaðsíða 100
98 ÚRVAL ýmsum fyrirtækjum og stofnunum slíka þjónustu. Var það mögulegt, að þau gætu haft peninga upp úr slíku? Frank áleit, að þau gætu það. Og þá færði Lillie í dálkinn, er bar fyrirsögnina „Með“. Yrði í rauninni unnt að nota Gilbrethvinnuhagræðingarkerfið í verksmiðjum? Þau voru viss um, að það yrði hægt, en þau vissu líka, að fyrst yrði að sannfæra verk- smiðjurekendurna um það. Því merkti Lillie í báða dálkana, er þetta atriði hafði verið rætt. Lang- aði þau í raun og veru til þess að gera þetta? „Færðu aftur í „Með“-dálkinn,“ sagði Frank. Þegar kvöldið var á enda, voru þau ekki lengur óviss í sinni sök. Kostirnir virtust vera miklu fleiri og veigameiri en gallarnir. STÆRÐFRÆÐIÞ JÁLFUN í MATMÁLSTÍMUM Fyrsta starf Franks á hinu nýja sviði var í Providence í Rhode Is- landfylki, og fjölskyldan fluttist þar inn í stórt hús við Brownstræti, að- eins einni götulengd frá Brownhá- skólasvæðinu. Meðan Lillie var að koma húsgögnunum fyrir, flýtti Frank sér á fund nokkurra vina sinna við háskólann og ræddi við þá möguleikana á því, að Lillie gæti haldið þar áfram háskólanámi til undirbúnings doktorsgráðu. Hún hafði þegar skrifað doktorsritgerð sína, er bar heitið Sálfræði verk- stjórnar, en hún þurfti að stunda viðbótarháskólanám til þess að geta fengið doktorsnafnbótina. Nú átti Lillie orðið fjögur ung börn, og það fimmta var á leið- inni. Og því var hún ekki viss um, hvort rétt væri af henni að setjast aftur á skólabekk. En Frank var ákveðinn. „Eyddu ekki tíma þínum í húsverk, húsbóndi góður,“ sagði hann. „Samkvæmt þriggja þrepa áætluninni ert þú að læra að búa þig undir að geta tekið við mínu starfi.“ Samkvæmt kerfi þessu, sem Frank hafði búið til til notkunar í verktakafyrirtæki sínu, átti mað- urinn, sem er næst fyrir ofan þig í fyrirtækinu, að þjálfa þig í starfi sínu, en þú áttir að þjálfa næsta undirmann þinn í þínu starfi. Og fyrri reynsla Lillie reyndist eiga eftir að koma henni að góðum not- um síðar meir. Því sá eldabuskan okkar, hún Annie Cunningham, um eldhúsið, en henni til aðstoðar var svo Tom Grieves, sem var eins konar „alt- muligmand" hjá okkur. Við höfð- um líka prýðilega barnfóstru, aðra vinnukonu, þvottakonu, sem vann hjá okkur öðru hverju, og hár- greiðslukonu, sem kom einu sinni í viku til þess að þvo og greiða hár Lillie og telpnanna. Tom Grieves var svo gerður að „drengjahárþvottamanni", eftir að Bill fæddist. Við tilbáðum Tom al- veg, og ég er viss um, að hann end- urgalt þetta í sömu mynt. En hann var svo hræddur um, að við Bill yrðum einhverjar veimiltítur og pilsadrengir vegna uppeldisáhrifa frá þrem eldri systrum í húsinu, að honum fannst það heilög skylda sín að kenna okkur réttan og hæfilegan orðaforða strax á unga aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.