Úrval - 01.08.1971, Side 103

Úrval - 01.08.1971, Side 103
TÍMI TIL AÐ VERA HAMINGJUSAMUR 101 ÁHERZLA LÖGÐ Á HAMINGJUNA „Hreyfingarrannsóknir" voru auð- vitað svo sérfræðilegt áhugaefni, að slíkar umræður fóru oftar fram í dagstofunni en borðstofunni, og hófust þær því oft eftir máltíðir, þegar fólk hafði staðið upp frá borðum. „Sko, ég er að reyna að leysa þetta vandamál núna,“ sagði Frank stundum. „Pakkar af sápuspónum koma streymandi áfram á færi- bandi. Konur sitja við færibandið, taka pakkana og stinga þeim í stóra pappakassa. Sko . . . nei, lofið mér annars að sýna ykkur kvikmynd af þessu. Jæja, krakkar, náið í sýn- ingarvélina og öll tækin.“ Sérhvert okkar barnanna hafði sitt fastákveðna hlutverk á þessu sviði. Kvikmyndir voru mjög eld- fimar í þá daga, svo að mitt starf var að ná í sandfötu. Bill varð svo brátt aðstoðarmaður minn við sand- burðinn, reiðubúinn til að taka við starfi mínu samkvæmt „þriggja þrepa áætlun" föður míns, og ég var reiðubúinn til að taka við starfi Mörthu, sem gekk frá þrífætinum, sem handsnúna sýningarvélin var fest á. Þær Anne og Ernestine náðu svo í sýningarvélina sjálfa og sýn- ingartjaldið Not Franks af kvikmyndasýning- arvélinni í rannsóknar- og athug- anaskyni var nýjung. Og sú nýjung átti eftir að reynast verða mikil- vægt framlag á sviði vísindalegrar verkstjórnunar. Hingað til höfðu allar athuganir og rannsóknir á hreyfingum manna aðeins byggzt á ágizkunum að meira eða minna leyti. Annaðhvort voru notuð falin stoppúr í vösum verkstjórnenda eða starfsmenn voru beðnir um að end- urtaka vinnuhreyfingar sínar æ of- an í æ. Báðar þessar aðferðir voru ónákvæmar, og starfsmönnunum í verksmiðjunum geðjaðist mjög illa að þeim. Nú bauð Frank þess í stað starfsmanni inn í rannsóknar- stofu sína og kvikmyndaði bara vinnuhreyfingar hans, en í bak- grunni voru ferningar, fjórir þuml- ungar á hvorn veg. Síðan gátu þau Lillie sýnt kvikmyndina aftur og aftur, bæði afturábak og áfram, og fundið þannig nákvæma skýringu á því, hvers vegna einn starfsmaður var afkastameiri en annar. Gil- brethshjónin kölluðu þessa nýju rannsóknartækni „örhreyfingar- rannsóknir". Á sýningartjaldinu birtust nú myndir af konum, sem voru að pakka sápuspónapökkum í pappa- kassa. „Sko, áður tóku þær einn pakka af bandinu með hvorri hendi og stungu þeim í pappakassa,“ sagði Frank í skýringarskyni. „Næsti kafli myndarinnar sýnir, hvernig ég læt þær framkvæma þessa hreyfingu núna. Pappakassarnir eru á upp- hækkuðum pöllum, svo að konurn- ar þurfi ekki að beygja sig fyrir þá. Og þær taka tvo pakka með hvorri hendi núna í stað eins áður. En vandamálið er þetta: Hendurnar flækjast hvor fyrir annarri, þegar þær stinga þessum fjórum pökkum í pappakassann. Hvernig leysum við það?“ Hann sneri sér frá sýningarvél- inni og ræddi þetta við mömmu og gestina, sem voru í heimsókn. Þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.