Úrval - 01.01.1974, Síða 6

Úrval - 01.01.1974, Síða 6
4 ÚRVAL um að ræða hroðalegustu fjölda- eitrun sögunnar. Á ferðalagi mínu nýlega um sléttuna miklu milli stórfljótanna Tígris og Efrats í írak, varð ég vitni að því, hve fólki hafði stór- fækkað á mörg hundruð fermílna svæði. Naumast hafði nokkurt þorp losnað við eiturpláguna, og sums staðar hafa heilu fjölskyldurnar þurrkast út. Á krossgötum einum uppi í sveit horfði ég í hryllingi á, hvar tugur pilta á aldrinum sex til tólf ára reyndu að leika sér í boltaleik. Þeir skjögruðu um og fálmuðu eins og drukknir væru. Aðrir piltar stóðu álengdar og horfðu á stjörfu augna- ráði, og sumir rykktust til. o—o Það má kallast kaldhæðni örlag- anna, að írak, landið þar sem frum- maðurinn lærði fyrst að yrkja jörð- ina, skuli nú á dögum vera að mikl- um hluta óræktarland. Árin 1969 og 1970 ollu miklir þurrkar upp- skerubresti. Og afleiðingin varð skortur á korni til útsæðis og fæðu handa landsmönnum, sem voru um tíu milljónir talsins. Hin harðskeytta Baath-ríkis- stjórn, sem náð hafði völdum með ofbeldi árið 1968, fyrirskipaði ákveðið, að bændum skyldi verða útvegað það bezta útsæði, sem unnt væri að kaupa. En útsæði þetta bar nafnið ,,Mexipak“, hið dýra ,,undra“ hveiti, framleiðsla, sem var hluti af „Grænu byltingunni“ sem komið var af stað af Nóbelsverðlaunahaf- anum Norman Borlaug við deild Rockefeller-stofnunarinnar í Mexi- co. Mexipak-hveitið hafði reynzt ágætlega í mörgum heimshlutum. Þrjátíu til fjörutíu þúsund tonn af útsæði mundi hafa nægt írak, en ráðamenn landsins dreymdi um uppskeru, sem tæki öllu fram. Þeir pöntuðu því 73 þúsund tonn af Mexipak. Cargill, bandarískt korn- firma, fékk stærstu pöntunina, 63 þúsund tonn. Það var stærsta pönt- un á hveitiútsæði, sem til þessa hafði þekkzt í heiminum. Að beiðni kaupenda í írak var hveitikornið úðað sveppaeyðandi efni úr methyl-kvikasilfri. Banda- ríkin, Kanada og mörg önnur ríki höfðu bannað notkun á efni þessu í kornútsæði, því það mengar jarð- veginn, enda verið sett í samband við eyðingu á fiski og öðru villtu dýralífi. En í mörgum hinna fátækari landa hefur þörfin á sterku sveppa- eyðandi efni verið mjög brýn. írak hafði þráazt við að hafna efninu, þrátt fyrir slæma reynslu. En árið 1956 urðu nokkur hundruð bænd- ur í landinu fyrir eitrun af kvika- silfursmenguðu útsæði. Og árið 1960 urðu þúsundir manna fyrir eitrun, og að minnsta kosti hundrað manns létu lífið. o—o Jafnskjótt og hafskipið „Trade Carrier" hafði lagzt að bryggju í Basrah með fyrstu kornsendinguna, sáu ráðamenn landsins ókostina við að hafa pantað svona mikið magn af vörunni. Og til að baka sér ekki óvinsældir meðal bænda var ákveð- ið, að þeir þyrftu ekki að greiða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.