Úrval - 01.01.1974, Page 9
BLEIKI DAUÐINN í ÍRAK
7
refsing var lögð við brotum á fyrir-
mælum þessum.
í flestum löndum heims mundu
svo válegir og stórkostlegir at-
burðir vera mjög áberandi í fjöl-
miðlum. En í írak var þessu öðru-
vísi háttað um þessar mundir. Hin-
ir einræðissinnuðu leiðtogar Bath-
flokksns vildu helzt ekki láta um-
heiminn vita um þessi hörmulegu
mistök. Af þeim sökum var lítið
látið bera á tilkynningum ríkis-
stjórnarinnar í blöðum um þetta
alvarlega mál. Þetta varð aftur til
þess, að suma grunaði ríkisstjórn-
ina um sviksemi, — hún ætlaði að
stela korninu! Og því voru boðin
víða virt að vettugi.
Dag einn í febrúar ruddist ná-
fölur eftirlitsmaður inn í bækistöð
heilbrigðismálaráðuneytisins og
hafði að færa válegar fregnir: Eitr-
að kjöt var á boðstólum í kjötbúð
einni! Nokkrir bændur, sem fóðrað
höfðu kvikfé sitt á korni og fund-
ið hjá því sjúkleika, höfðu flýtt
sér að koma því í slátrun og sölu.
Við að heyra þetta greip ríkis-
stjórnin til þess úrræðis að fyrir-
skipa lokun allra sláturhúsa lands-
ins og bannaði neyzlu á öllu nýju
og frosnu kjöti. Bann þetta gilti í
tvo mánuði, eða þar til nýjar kvik-
fjárhjarðir komu frá Austur-Evr-
ópu.
o—o
Fyrst nú, næstum tveim árum
eftir skelfingarnar, er þjóðlífið í
írak að komast í eðlilegt horf.
Skýrslur yfirvalda segja eitrunar-
tilfellin 6530 og mannslát á sjúkra-
húsum 459. En í raun eru þessar
tölur miklu hærri. Margir hinna
sjúku fóru aldrei úr þorpum sín-
um, og margir þeirra föllnu voru
jarðsettir í ómerktum gröfum.
Kunnugir hafa nefnt töluna 6000
yfir þá dánu og að þeir sjúku gætu
verið allt að 100 þúsundum.
Síðustu öryrkjarnir hafa nú horf-
ið heim til sín af sjúkrahúsunum,
ýmist farið þaðan skjögrandi eða
verið bornir. Skemmdir á heilum
þeirra og limum er ólæknandi, svo
þeirra bíður lífstíðaröryrkja. Með-
al þessara fórnarlamba eitrunar-
innar eru drengirnir, sem ég sá
burðast við að leika sér í bolta-
leik fyrir utan híbýli Azawi-fólks-
ins. Til hliðar við þá var Umran
litli, sem getur ekkert hreyft sig
sjálfur en verður að láta bera sig.
Fatima, kona Moussa, er ekki leng-
ur fær um að baka brauð, því hún
getur ekki beygt sig í hnjánum.
„Þetta voru mistök hjá Hamzieh,
konunni hans Issa,“ tautaði Mous-
sa og hallaði sér þreytulega upp að
vegg.
„Segðu þetta ekki, Moussa,“ svar-
ar Fatima. „Þetta hefur verið vilji
guðs.“
Þótt flestir þeirra, sem harðast
urðu úti vegna eitrunarinnar, verði
ekki hjálpað, vinna vísindamenn nú
ötullega að því að finna varnir gegn
kvikasilfurseitrun.