Úrval - 01.01.1974, Page 11

Úrval - 01.01.1974, Page 11
SÍÐASTA GJÖF DEYJANDI SONAR 9 ára piltur, sem ekki getur lifað það að verða fullorðinn maður, er allt í einu farinn að flýta sér. Hann þarf stöðugt frelsi og engar mála- miðlanir. Eftir fyrstu vikurnar tók Eric sjúkleika sinn alveg á sig. Ég átti ekki lengur að tala við læknana. Raunverulega átti ég ekki að tala við neinn, með svo mikið sem svip- brigðum áhyggjufullrar móður. Hvorugt okkar hafði minnsta tækifæri til æfinga eða undirbún- ings okkar nýja hlutverks. Sjúkleiki hans var ákveðinn, að- eins tveim dögum áður en hann átti að fara í háskólann í Connecti- cut. Allt var undirbúið, áætlanir, óskir, tilhlökkun, allt í fullum gangi — og svo allt í einu varð hann að horfa á vini sína koma til að kveðja hann og skilja hann eft- ir, fárveikan heima. Eric hafði alla tíð verið mikill íþróttamaður. Nú var hann illa leikinn af örlögunum, fölur og fall- inn. En fljótlega herti hann sig upp og reyndi að halda áfram að keppa. Hann var ákveðinn að fara í skólann, lesa af kappi, athuga hvers hann þyrfti helzt og þjálfa sig til heilsu. Og auk þessa bætti hann enn einu takmarki við til að keppa að — verða á lífi. Hann fór að lesa, vinna og vaxa. Og orðalaust ætlaðist hann til að ég lærði og efldist líka. Ef hans hugrekki entist til að ná settu marki fram undan, þá varð minn andlegi kraftur að koma til aðstoðar og endast á sama hátt. Það bezta, sem ég gat gert var að hlusta. Ég lærði að fela við- kvæmni mína og áhyggjur, og ég sá, að hann styrktist við rósemi mína og bjartsýni. Það var engin leið að geyma hann i neinum traf- öskjum. Hann varð að hafa frelsi til að verða maður. Ég vildi það — og yrði ekki um neina breyt- ingu að ræða til bata, þá skyldi ég hjálpa honum til að deyja eins og hetja. í hvert sinn, sem Eric fór á sjúkrahúsið til að fá blóð, flaug hann niður tröppurnar að lokinni meðferð og sveiflaði um sig nestis- malnum eins og hann væri að koma úr helgarferð. Ég afhenti honum bíllyklana og lét sem ekkert væri. Hann vildi lifa sínu lífi eins og ekkert bjátaði á. En samt voru alltaf meðul og skammtar, pillur og sprautur. Ég man einu sinni þegar ég hljóp upp stigann til að sækja tebolla fyrir hann. Hann mætti mér á leið- inni niður í sundbolnum sínum, með veiðistöng í höndum. Hann lét sem hann sæi ekki teið en sagði: „Kannski færi ég þér fisk í kvöld- matinn.“ Ofurlítið andstuttur og valtur á fótum lék hann samt allt- af knattspj'rnu og körfuknattleik. Og þetta var honum alltaf meira en leikur. Líf hans var í veði. „Æf- ing, látbragð, ósk“. voru kjörorðin á braut hans, rituð hvítri krít á svarta töflu. Þessi þrjú orð skyldu sæma hann sigri. ,,Þú deyrð ekki úr blóðskorti," sagði hann við mig. Eitthvað ann- að skeður, hjartað, nýrun. Ég ætla að vera við því búinn, ef það hend- ir mig. Ég er að sigra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.