Úrval - 01.01.1974, Page 12
10
ÚRVAL
Hann var samt ekki blindur fyrir
eðli sjúkleika síns, öðru nær. Hann
hafði nú þegar dvalið vikum sam-
an á áttundu hæðinni í Ewing
Pavillion í Memorial Hospital í
New York borg. Þar hafði hann séð
sjúklingana verða horaða og hár-
lausa af áhrifum lyfjanna. Sjúk-
leikinn hafði sín hlé, auðvitað —
hlé. Þetta lokkandi orð. Von —
með vonbrigðum síðar.
Einu sinni fór Eric í 11 mánaða
lyfjameðferð. Ég man það sumar
að sjá hann hlaupandi um strönd-
ina með vinum sínum. Allir sól-
brúnir, glampandi hamingjusamir,
allir með karlmannlegar herðar,
brúna, sterka fótleggi. Gat eigin-
lega nokkuð verið í beinum eins
þeirra, sem gerði hann öðruvísi en
alla hina? Þetta hlaut að hafa ver-
ið vondur draumur. Ég varð róleg,
örugg, endurnærð. Loksins, loks-
ins, hlaut hann að vera öruggur.
En daginn eftir var hringt frá
sjúkrahúsinu. Prófun sýndi að hlé
Erics var á enda. Hvernig sem að
var farið og hvað sem reynt var,
höfðu grimmar frumur flætt um
merg hans og bitið sig fastar, eins
og blóðsugur. Fleiri og fleiri —
alltaf fleiri en unnt var að vinna
bug á.
En Eric þoldi og rétti við eftir
ótal árásir óvinarins, sem í blóði
hans bjó. Hann lærði að lifa á
barmi hyldýpisins án þess að horfa
fram af.
Hvenær sem unnt var og af hon-
um bráði, gáfu skilningsríkir lækn-
ar hans honum leyfi til að flýja
frá ósköpunum. Og þá þaut hann
af stað til að lifa nokkra daga —
lifa allar lystisemdir æskunnar og
borgarinnar. Hópgöngur, búðar-
gluggar, kappleikir með verðlauna-
veitingum, veizlur í Kínahverfinu,
hljómleikar í skemmtigörðum,
myrkur, næturklúbbar. Hann kaus
allt slíkt fremur en allar rannsókn-
ir. Hann kaus að lifa. Njóta síð-
ustu leifanna af dvínandi lífsþrótti,
vermast við ylinn af dvinandi
blossum æskunnar.
Einu sinni kom falleg tæknidama
að máli við yfirlækninn í Memori-
alspítalanum og sagði skelfingu
lostin:
„Ég hef lofað að fara á stefnu-
mót við Eric •— hvað á ég að gera,
ef hann ætlar að laumast burt?“
„Sitjið bara og sjáið til,“ sagði
læknirinn. „Ekkert líf án áhættu,"
var uppáhaldsmáltæki hans. sem
mér þótti svo vænt um og var raun-
verulega hans sérstaka gjöf til mín.
Sjúkdómurinn ágerðist. Til að
hindra smitanir, sem hann kynni
að verða fyrir, var hann seinast
settur í gluggalausan loftþynning-
arklefa með algjörri einangrun og
öllu dauðhreinsuðu.
En þá fékk hann skyndilega
miklar blæðingar. Sex daga algjört
meðvitundarleysi. Og nú var ég viss
um endalokin. En vinir hans komu
bókstaflega í bílförmum til að gefa
blóð.
Ég fylgdist með tali læknanna um
æðar og blóð, sá þá reyna að stöðva
blæðingar, vekja hann til meðvit-
undar. Og ég hugsaði, — nú er nóg
komið. Lofið honum að deyja í
friði. Hann hefur lokið sínu stríði
og meira en það. Hann hefur sleg-