Úrval - 01.01.1974, Síða 12

Úrval - 01.01.1974, Síða 12
10 ÚRVAL Hann var samt ekki blindur fyrir eðli sjúkleika síns, öðru nær. Hann hafði nú þegar dvalið vikum sam- an á áttundu hæðinni í Ewing Pavillion í Memorial Hospital í New York borg. Þar hafði hann séð sjúklingana verða horaða og hár- lausa af áhrifum lyfjanna. Sjúk- leikinn hafði sín hlé, auðvitað — hlé. Þetta lokkandi orð. Von — með vonbrigðum síðar. Einu sinni fór Eric í 11 mánaða lyfjameðferð. Ég man það sumar að sjá hann hlaupandi um strönd- ina með vinum sínum. Allir sól- brúnir, glampandi hamingjusamir, allir með karlmannlegar herðar, brúna, sterka fótleggi. Gat eigin- lega nokkuð verið í beinum eins þeirra, sem gerði hann öðruvísi en alla hina? Þetta hlaut að hafa ver- ið vondur draumur. Ég varð róleg, örugg, endurnærð. Loksins, loks- ins, hlaut hann að vera öruggur. En daginn eftir var hringt frá sjúkrahúsinu. Prófun sýndi að hlé Erics var á enda. Hvernig sem að var farið og hvað sem reynt var, höfðu grimmar frumur flætt um merg hans og bitið sig fastar, eins og blóðsugur. Fleiri og fleiri — alltaf fleiri en unnt var að vinna bug á. En Eric þoldi og rétti við eftir ótal árásir óvinarins, sem í blóði hans bjó. Hann lærði að lifa á barmi hyldýpisins án þess að horfa fram af. Hvenær sem unnt var og af hon- um bráði, gáfu skilningsríkir lækn- ar hans honum leyfi til að flýja frá ósköpunum. Og þá þaut hann af stað til að lifa nokkra daga — lifa allar lystisemdir æskunnar og borgarinnar. Hópgöngur, búðar- gluggar, kappleikir með verðlauna- veitingum, veizlur í Kínahverfinu, hljómleikar í skemmtigörðum, myrkur, næturklúbbar. Hann kaus allt slíkt fremur en allar rannsókn- ir. Hann kaus að lifa. Njóta síð- ustu leifanna af dvínandi lífsþrótti, vermast við ylinn af dvinandi blossum æskunnar. Einu sinni kom falleg tæknidama að máli við yfirlækninn í Memori- alspítalanum og sagði skelfingu lostin: „Ég hef lofað að fara á stefnu- mót við Eric •— hvað á ég að gera, ef hann ætlar að laumast burt?“ „Sitjið bara og sjáið til,“ sagði læknirinn. „Ekkert líf án áhættu," var uppáhaldsmáltæki hans. sem mér þótti svo vænt um og var raun- verulega hans sérstaka gjöf til mín. Sjúkdómurinn ágerðist. Til að hindra smitanir, sem hann kynni að verða fyrir, var hann seinast settur í gluggalausan loftþynning- arklefa með algjörri einangrun og öllu dauðhreinsuðu. En þá fékk hann skyndilega miklar blæðingar. Sex daga algjört meðvitundarleysi. Og nú var ég viss um endalokin. En vinir hans komu bókstaflega í bílförmum til að gefa blóð. Ég fylgdist með tali læknanna um æðar og blóð, sá þá reyna að stöðva blæðingar, vekja hann til meðvit- undar. Og ég hugsaði, — nú er nóg komið. Lofið honum að deyja í friði. Hann hefur lokið sínu stríði og meira en það. Hann hefur sleg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.