Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 14
12
ÚRVAL
var allt í öllu. „Þessi Elín er svo
sniðug,“ sagði hann um eina stúlk-
una. „Hún hefur sigrazt á öllu í
fimm ár. Eða líttu á hann Miller,
þeir tóku úr honum miltað, en
hann hangir samt.“
En, svo þegar mánuðirnir urðu
að árum, sá hann þá kveðja. Góð-
ir, hughraustir, veikir, hljóðir, vein
andi, allir sömu leið. Elín, Miller
og fleiri og fleiri.
Eric hlaut að bíða ósigur í þess-
um hildarleik. Og nú fór hann að
trúa á hið ómögulega. Að síðustu
sættist Eric við sinn eigin dauð-
daga líka. Og sú sætt var síðasta
og dýrmætasta gjöf hans til mín.
Hún gerði mína eigin sætt einnig
mögulega. Engin beiskja. Hann
sagði bara blátt áfram:
„Hana, þar kom að því. Við
reyndum svei mér allt sem unnt
var.“
Eg man eitt kvöld, rétt áður en
hann dó. Hann talaði um allt, sem
hafði verið bezt og mest gaman.
Um systur sinar og ljómandi stund-
ir með litla bróður. Allt í einu lok-
aði hann augunum og sagði: „Hlaup
ið, þetta var svo stórkostlegt.
Hlaupa um ströndina mílu eftir
mílu.“
Hann brosti lokuðum augum.
Hann var að rifja það upp, lifa það
aftur, finna og reyna allt aftur í
kyrrðinni.
Hann hélt áfram að tala svo lágt
og rólega um það, sem var liðið.
Sagði mér án orða að vera viðbú-
in, sterk, þolgóð.
Einu sinni hélt ég að birtan væri
of sterk fyrir augu hans og þaut
út að glugganum til að draga tjöld-
in fyrir.
„Nei, nei,“ sagði hann. „Ég vil
allan himininn.“ Hann gat ekki
hrært sig lengur, en hann horfði á
þessa björtu, fölbláu rönd, með ást
og fögnuði. ,,Sólin,“ sagði hann.
„Hún var alltaf svo indæl.“ Það
var byrjað að skyggja. Hann var
orðinn þreyttur.
Allt í einu hvíslaði hann: „Gei'ðu
dálítið fyrir mig. Farðu dálítið
snemma. Gakktu um úti og horfðu
á himininn. Gakktu um í heimin-
um í minn stað.“
Og ég geri það. Ég ætla að gera
það. Ég elska lífið svo heitt.
Eric gaf mér það, nýjan, bjart-
an, fagran heim — jafnvel þegar
hann var að deyja.
Þannig vann hann sigur.
Maðurinn hjá tannlækninum fékk þær fréttir, að tennur hans
væru illa farnar. Tannlæknirinn spurði: „A ég að fylla með gulli
eða silfri?"
„Gulli eða silfri?“ hrópaði maðurinn. „Ég hef ekki einu sinni
efni á að fylla þær með mat.“