Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 17
DÝRÐLEG, HRÍFANDI OG . . .
flóðlýstri, glergirtri grafhvelfing-
unni.
Þarna liggur líkami, upp í loft,
klæddur stífpressuðum fötum,
hvítri skyrtu, með svart hálsbindi.
Hendur og andlit þakið einhverju
efni, sem gefur líflegan blæ, yfir-
skegg og hökutoppur litað svart,
allt eins og vaxlíkneski.
Milljónir þeirra pílagríma úr
kommúnistaflokkum, sem flokkast
um þetta trúarskrín á ári hverju,
virðast djúpt snortnir. Margir tár-
ast, fáeinir falla í öngvit, einstöku
gestur fær ákaft grátkast.
Það virðist þeim ekki kátbros-
legt, að þessi maður, sem var alla
ævi guðleysingi og fyrirleit trúar-
15
brögð, skuli sjálfur vera orðinn
helgimúmía, dýrlingur.
SÖGULEGT
MARKAÐSSVÆÐI
Rauða torgið, en þar er gröf
Leníns, er geysivíðlent svæði, nær
1000 metrar að breidd. Torg, þar
sem saga Rússlands hefur gerzt í
þúsund ár. Og einmitt þangað leita
Rússar á hátíðastundum, bæði í
gleði og vanda.
Á liðnum öldum var þetta mark-
aðstorg Moskvuborgar, og í vissum
skilningi er svo enn í dag.
Meðfram einni hlið torgsins ligg-
ur stórverzlun GUM verzlunarsam-
bandsins, sem er að minnsta kosti
Múrar Kreml gnæfa yfir Rauða torginu með Spasskaya turninn í fyrir-
rúmi (í miðið).