Úrval - 01.01.1974, Side 18
16
ÚRVAL
hin lengsta, ef ekki stærsta, stór-
verzlunarsamstæða í heimi.
Líkt og draumsýn úr steini við
fjarlægasta enda torgsins frá graf-
hvelfingu Leníns séð, rís ein ævin-
týralegasta bygging heims, kirkja
hins blessaða Sankti Basils frá 16.
öld. Með lauklaga kúptum sínum
er hún undrasýn, einkum í flóð-
lýsingu á kvöldin glitrar hún og
sindrar eins og óslípaður gimsteinn.
Hún var reist á dögum Ivans
grimma til minningar um sigra
hans yfir Tatörum.
Ivan unni fegurð, þótt siðferðis-
stig hans væri ekki hátt! Hann
varð sínum eigin syni að bana í
æðiskasti, var talinn harðstjóri
haldinn kvalalosta og andaðist vit-
skertur 53 ára að aldri.
Til þess að vera öruggur um, að
þetta meistaraverk byggingarlistar
yrði aldrei yfirstigið, er sagt, að
hann hafi látið stinga augun úr
byggingarmeistaranum, sem teikn-
aði kirkjuna.
Meðal annarra grimmdarverka
hans var stofnun leynilögreglu, sem
sendi pólitíska andstæðinga hans til
Síberíu.
Hið rússneska nafn torgsins,
Krasnaya, þýðir bæði ,,fagur“ og
,,rauðutr“. Síðari þýðingin bendir
til rósrauða litarins á byggingunni
við torgið. En nafnið er kaldhæðn-
islega tengt við grimmdarlegar
gerðir og atburði, sem þar hafa
orðið.
Þar hafa farið fram fjöldamorð
og pyndingar verið gerðar á inn-
rásarherjum, bræðravíg orðið og
uppreisnir. í bræðravígum hafa
uppreisnarmenn og fjárplógsmenn
verið kyrktir þarna, sundur stungn-
ir ,höggnir í spað, soðnir, frystir
og fylltir sprengiefni og sprengdir.
Á 17. öld voru „villitrúarmenn“
brenndir á torginu, tunguskornir
og margvíslega píndir fyrir þá synd
að signa sig með tveim fingrum í
stað þriggja eða fyrir það hneyksli
að stafsetja nafnið Jesús sem „Is-
us“ en ekki „Iisus“.
Á dögum Péturs mikla voru 1700
fótgönguliðar hengdir á Rauða
torginu, hálshöggnir og steiktir til
dauða á einum og sama degi.
Hinn vöðvastælti keisari, sem var
yfir tveir metrar á hæð, hjakkaði
nokkur höfuðin af með eigin hendi
og varð stórmóðgaður við nokkra
útlenda sendiherra við hirðina,
sem neituðu þátttöku í þessari at-
höfn.
Á okkar öld hafa hundruð rauð-
liða og keisaralegra herskólasveina
fallið þarna á gangstéttunum í orr-
ustu um Kreml.
KEISARALEG GIRÐING
Gnæfandi yfir Rauða torgið eins
og það hefur verið í átta aldir
stendur Kreml, 65 ekra víðátta um-
kringd höllum, kirkjum og stjórn-
arbyggingum, sem skotið hafa
mörgum manni skelk í bringu, öld
eftir öld.
Á 12. öld var þetta þorpið
Moskva, timburvígi eða „kreml“
innan stauragirðingar.
í dag er þarna stjórnarsetur 250
milljón . manna . ríkis, umkringt
þykkum rósrauðum múrum, um 7
metra breiðum og 15 metra háum.
Á tímum Stalíns var Kreml inn-